Þetta ár hefur verið ansi viðburðaríkt og mun seint gleymast. Elísabetu drottningu var mikið fagnað, fyrst með 96 ára afmæli, síðan 70 ára valdaafmæli og svo var hún kvödd í seinasta skiptið. Karl tók við sem konungur og Vilhjálmur og Katrín fengu nýja titla. Kamilla fékk titilinn drottning eftir að Elísabet óskaði eftir því. Við höfum aldrei séð jafn mikið af Wales-krökkunum á þessu ári. Harry og Meghan komu aftur til Bretlands, sýndu fyrstu myndina af Lilibet og frumsýndu nýja heimildaþætti. Í Skandinavíu sáum við Viktoríu og Daníel neyðast til að svara orðrómum um að þau séu alls ekki að skilja, við sáum Ingrid prinsessu verða 18 ára í Noregi og verður gaman að fylgjast meira með henni. Í tilefni af afmælinu hennar fengum við líka alvöru prinsessumynd með prinsessum Noregs, Svíþjóðar, Hollands og Belgíu (og Charles prins af Lúxemborg). Margrét Þórhildur danadrottning fagnaði 50 ára valdaafmæli og nokkrum mánuðum seinna tók hún prins- og prinsessu titlana af börnum Jóakims prins svo úr varð mikið drama.
Undanfarin ár hef ég tekið saman nokkra punkta í lok árs um hvað gæti gerast á nýju ári og tek saman hvað ég hafði rétt fyrir mér um árið á undan.
Harry og Meghan
- Bókin hans Harry kemur út í janúar, og ég held að hún verði ekki mjög sjokkerandi. Mun eitthvað vera gagnrýnd fyrir að vera illa skrifuð. Mun fjalla mikið um hvað honum leið illa að alast upp sem prins og fleiri munu tala um að hann hefur alltaf viljað lifa lífinu fyrir utan þennan heim.
- Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður með krýningarathöfnina, en ég held að þau muni verða viðstödd en munu stoppa mjög stutt.
- Held við munum sjá einhverjar stórar fréttir varðandi Archewell seinna á árinu, og við munum sjá Harry og Meghan veita nokkur verðlaun.
- Hlaðvarpsþættir Meghan munu halda áfram og koma með seríu 2 á árinu.
- Við munum sjá alla fjölskylduna ferðast á árinu, þau munu kannski heimsækja aftur Wales með krökkunum eða fara með þau til Kanada.
- Vilhjálmur mun tilkynna um stórt verkefnið sem tengist Duchy of Cornwall, mögulega mun þetta tengjast heimilislausum en Vilhjálmur hefur lengi vakið athygli á málefnum þeirra.
- Karl, Vilhjálmur og Georg munu fara saman í heimsókn, jafnvel í kringum 10 ára afmæli Georgs.
- Katrín mun fá nýjan titil eða orðu á árinu.
- Katrín mun einnig fara aftur ein í opinbera heimsókn erlendis í annað konungsríki, kannski Noreg, Belgíu eða Svíþjóð.
- Vilhjálmur mun byrja að læra velsku fyrir alvöru.
- Krýningarathöfn Karls mun verða stór viðburður og mikið af þjóðhöfðingjum og konunglega gesti. Athöfnin mun verða með aðeins nútímalegri hætti en þegar Elísabet var krýnd, en þó mikið um promp og prakt. Allir starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar munu vera með heiðursmerki og konur með kórónur. Munum sjá heslstu meðlimi í fullum skrúða, og margar opinberar myndir.
- Katrín mun vera með kórónu sem við höfum ekki séð áður.
- Georg, Karlotta og Lúðvík munu vera viðstödd krýninguna. Karlotta mun vera með einhverskonar kórónu.
- Harry og Meghan mæta, og það verður drama af því Meghan verður ekki með kórónu.
- Í lok árs verður meira um að Kamilla verður bara kölluð drottning á ensku og minna um að það verði notað Queen Consort. Höllin mun þó halda áfram að nota þann titil opinberlega allt árið.
- Það verður einhver viðburður til að fagna því að Vilhjálmur sé orðinn prinsinn af Wales, en það mun samt ekki vera athöfn. Frekar hann að kynnast landinu betur og fagna menningu þeirra.
- Fjölskylduorða Karls mun verða græn, og tilkynningin mun tala um að liturinn hafi verið valinn til að minna á náttúruna.
---
Hægt að lesa það sem ég skrifaði fyrir ári og hér fyrir neðan er hvað var rétt og hvað var ekki:
Harry og Meghan
- Netflix þættirnir komu svo sannarlega út þetta árið, en fjölluðu mun minna um störf þeirra en ég átti von á um áramótin í fyrra...
- Öll fjölskyldan kom til Bretlands til að fagna valdaafmælinu og við vitum að Elísabet náði að stuttlega að hitta Lilibet.
- Bókin hans Harry náði ekki að koma út á árinu þannig við vitum ekki enn um innihald hennar.
- Það var orðrómur að Meghan átti að koma fram hjá Jimmy Fallon en það var hætt við það vegna fráfalls Elísabetar. Hún reyndar talaði um málstað, kynjaímyndir, í hlaðvarpinu sínu, telur það?
- Vegna covid varð lítið um stórveislur fyrir stórafmæli Vilhjálms og Katrínar, en þau voru samt með einhverja veislu um sumarið fyrir vini sína. Við fengum þó glæsilegar myndir á afmælisdegi Katrínar, og fengum nýtt málverk af þeim sem var málað til að sýna tíma þeirra sem hertogahjónin af Cambridge.
- Earthshot fékk mikla athygli í Bandaríkjunum, líka af því að Joe Biden tók þyrluna til að hitta Vilhjálm. Harry og Meghan mættu ekki.
- Við sáum ekkert stórt frá Early Years á árinu, en þó nokkrar minni heimsóknir og talsvert af fundum sem tengdust verkefninu.
- Katrín er ekki búin að taka við sem formaður All England Lawn Tennis, en hertoginn af Kent er samt búinn að segja af sér. Katrín er samt verndari félagsins, sem Elísabet var áður, og veitti verðlaunin á Wimbledon í ár.
- Við sáum bæði Georg og Karlottu mikið á árinu með foreldrum sínum.
- Það mættu allir í jólamessu í Sandringham! :)
- Heilu Elísabetar hrakaði mikið, hún dvaldi á spítala fyrr á árinu og svo féll hún frá í september.
- Mikið um fögnuð og minningar í kringum valdaafmælið og fengum meira að segja stutta heimildamynd um Elísabetu, þar sem hún deildi fjölskyldumyndböndum og talaði sjálf yfir.
- Eugenie tilkynnti ekki um að hún væri ólétt.
- Andrew gerði einhverjar tilraunir til að koma aftur, en tókst ekki. Í staðinn var tekið alla titla af honum og hann þurfti að halda aftur af sér. Við sáum hann þó opinberlega á fjölskylduviðburðum.
- Skandallinn varðandi Karl og aðstoðarmann hans kom upp aftur, en fór mjög lítið fyrir því.
- Rannsóknarskýrslan um eineltisásakanirnar var gefin út, en mun aldrei verða opinber. Höllin sagði þó að einhverjum verkferlum var breytt vegna niðurstaðanna.
- Sem betur fer var lítið sem ekkert talað um Meghan/Katrín fór að gráta fyrir brúðkaupið 2018.