2022 spár

 

2021 er búið að vera ansi stormasamt ár hjá bresku konungsfjölskylunni! Mikið búið að gerast, Oprah viðtalið, jarðaför Filippusar, hellingur af nýjum myndum, Earthshot verðlaunahátíðin og Early Years rannsóknarsetrið, Katrín að spila á píanó, Elísabet gisti á spítala og margt fleira. Undanfarin ár hef ég tekið saman nokkra punkta í lok árs um hvað gæti gerast á nýju ári og tek saman hvað ég hafði rétt fyrir mér um árið á undan. 

Harry og Meghan

  • Netflix þættirnir koma loksins þetta árið, verður heimildamynd um störfin þeirra og mun sýna mikið um hvað þau vinna við. Kemur út á svipuðum tíma og bókin hans Harry.
  • Spurning hvort þau muni koma til Bretlands til að fagna krýningarafmæli Elísabetar, finnst að þau ættu að gera það en finnst ólíklegt að Meghan komi. 
  • Bókin hans Harry mun vekja athygli í haust, en mun ekki vera sjokkerandi. Held að hann muni tala mikið um yngri árin hans, þegar hann var mikið á djamminu. Munum sjá slúðurblöðin rifja upp slatta af sögum. Fókusinn mun vera á upplifun hans á að alast upp í sviðsljósinu og áhrif fjölmiðla. 
  • Held að við munum sjá Meghan aftur koma fram í einhverjum spjallþætti, og það verður þá til að tala um einhvern málstað.


Cambridge-fjölskyldan
  • Katrín og Vilhjálmur verða bæði 40 á árinu, og verður vonandi eitthvað gert til að halda upp á stórafmælin. Fáum kannski meira en eina afmælismynd. Hef samt séð að nokkrir vonast eftir nýju málverki af þeim, helst í fullum skrúða. Kórónur og orður. 
  • Munum sjá Earthshot aftur og það mun fá meiri athygli enda verður hátíðin núna í Bandaríkjunum. Allir munu spyrja hvort að Harry og Meghan muni verða gestir. Ef þau verða ekki með annan viðburði í gangi á sama tíma þá munu þau mæta.
  • Early Years verður aftur með einhvern stóran viðburð á árinu. 
  • Katrín mun taka við af hertoganum af Kent sem formaður All England Lawn Tennis and Crouqet Club og veita verðlaunin á Wimbledon. 
  • Munum aftur sjá Georg og Karlottu á viðburði með pabba sínum. 
  • Þau verða öll í jólamessunni. 


Almennt
  • Heilsan hjá Elísabetu mun halda áfram að hrakna, og hún mun þurfa að leggjast inn á spítala í einhvern tíma. 
  • Hátíðarhöldin vegna krýningarafmælisins verða töluverð og verða mikið notuð til að minnast Elísabetar, munum sjá mikið af fréttum um hvernig var þegar hún var lítil og ung. 
  • Gæti alveg giskað á að Eugenie myndi tilkynna að hún eigi von á öðru barni seint á árinu. 
  • Andrew mun gera tilraun til að komast aftur í opinbert líf en það mun fara illa. 
  • Skandallinn varðandi aðstoðarmann Karls mun koma upp aftur. 
  • Rannsóknin sem höllin lét gera útaf ásökunum um einelti af höndum Meghan mun gefa út niðurstöður. En almenningur mun ekki fá niðurstöðurnar strax, og munum held ég aldrei fá þær allar. Til að vernda þá starfsmenn sem verið var að rannsaka. Er nokkuð hrædd um að þessu verði sópað eitthvað undir teppið til að forðast drama, held að höllin sé komin með nóg af þessu. En gætum séð einhvern af þessum starfsmönnum jafnvel koma fram undir nafni og þá verður stormur. 
  • Ég get svo svarið það að við munum sjá aðra frétt á nýja árinu sem mun vera um það þegar Katrín/Meghan fóru að gráta fyrir brúðakupið - þetta atvik kemur endalaust upp.


---

2021 spá
Hægt að lesa það sem ég skrifaði fyrir ári og hér fyrir neðan er hvað var rétt og hvað var ekki:

Harry og Meghan

  • Archwell sjóðurinn hélt áfram, veitti styrki til margra verkefni og samtaka á árinu, t.d. bólusetningum í löndum sem hafa minna aðgengi, samtökum sem vinna að réttinum kvenna í t.d. Afghanistan, og fleira. 
  • Tilkynnt um að Meghan væri ólétt 14. febrúar og Lili fæddist í júní. Harry og Meghan voru síðan í fæðingarorlofi á árinu, en komu bæði fram í bandarísku sjónvarpi. 
  • Í mars var engin framlenging og þau "hættu". Harry missti alla hertitla sína.
  • Meghan og krakkarnir komu ekki til Bretlands en Harry kom í jarðarför Filippusar.
  • Engir Netflix þættir ennþá, en eins og við sáum í New York heimsókninni og heimsókninni í herstöðina þá eru þau að taka þá upp. 

Cambridge-fjölskyldan

  • 10 ára brúðkaupsafmælið var minna en ég átti von á, en við fengum nýjar myndir og myndband af Cambridge fjölskyldunni við útiveru. 
  • Engin fjölskyldu ferð þetta árið! En við sáum Georg og Karlottu koma fram opinberleg með Vilhjálmi í Norfolk þar sem Amner Hall er, en þau störtuðu maraþoni í sumar. 
  • Vilhjálmur og Katrín fóru ekki í neina opinbera ferð erlendis. En fóru í frí og jólamyndin í ár er tekin í Jórdaníu. 
  • Early Years opnaði rannsóknarsetur í London. Engin námskeið eða fræðsluefni, en kemur kannski á næstu árum?
  • Áfram mikil áhersla á NHS og fengum myndir af því þegar Vilhjálmur og Katrín fóru í bólusetningu. 

Almennt

  • Ekkert 100 ára afmæli fyrir Filippus ...
  • Eugenie eignaðist strák en ekki stelpu. 
  • Hafði samt rétt fyrir mér um að Zara Tindall eignaðist strák.
  • Sáum aðeins fjarfundi, sérstaklega í byrjun árs en langmest hjá Elísabetu. Er það aðallega vegna þess að hún hefur verið að sinna skyldum sínum í Windsor en ekki Buckinghamhöll.
  • Ekkert Trooping í ár. 
  • Sáum mikið um að verið var að styrkja tengslin við Skotland, sérstaklega hjá Vilhjálmi.