Hérna eru nokkrir punktar um hvað ég tel að gæti gerst í bresku konungsfjölskyldunni árið 2021. Neðst í færslunni fer ég yfir hvað ég náði rétt fyrir 2020.
Harry og Meghan
- Archwell, sjóðurinn þeirra, mun verða að meira "brand-i" og munum við byrja að sjá þetta meira og meira.
- Þau munu tilkynna um aðra óléttu, en það er mikið talað um að Meghan sé nú þegar aftur ólétt.
- Í mars munu þau fá framlengingu á núverandi stöðu innan konungsfjölskyldunnar, það mun ekkert breytast varðandi það.
- Þau munu koma í heimsókn til Bretlands á árinu. Finnst þó líklegra að það verði einkaferð og engar opinberar heimsóknir. En þau munu samt fara í heimsóknir til góðgerðarfélaga sem þau eiga sterk tengsl við, en það munu ekki vera í fylgd fjölmiðla.
- Netflix þættirnir þeirra munu koma næsta haust en veit ekki hvort að þau muni ná að halda uppi bæði hlaðvarpi og þáttum, þau munu taka minna þátt í öðru.
Cambridge-fjölskyldan
- Katrín og Vilhjálmur eiga 10 ára brúðkaupsafmæli í apríl og mun verða mikið gert úr því. Við munum fá nokkrar myndir úr myndatöku, eða jafnvel málverk. Held það gæti eitthvað meira verði gert líka, eitthvað sem tengist krökkunum jafnvel. Væri mjög gaman að sjá þau horfa á klippur úr brúðkaupinu saman eða eitthvað álíka.
- Við munum sjá aðra svona fjölskylduferð eins og þegar þau fóru í leikhúsið í desember. Það vakti mikla lukku.
- Vilhjálmur og Katrín munu fara í opinbera ferð erlendis um leið og það er öruggt. Finnst ekki ólíklegt að þau muni heimsækja Ástralíu ef ferðalög fara aftur af stað.
- Early Years mun verða að samtökum sem styðja við bakið á foreldrum með ung börn. Vera með námskeið og gefa út fræðsluefni.
- Við munum sjá þau leggja mikla áherslu á NHS, heilbrigðiskerfið. Með heimsóknum og fundum.
Almennt
- Þó svo að Filippus sé ekki spenntur fyrir því þá mun 100 ára afmæli hans vera fagnað á einhvern hátt, kannski mynd með öllum afkomendum? Og þá yrði Archie þar með.
- Ætla að giska að Eugenie prinsessa muni eignast stelpu og hún mun fá eitthvað óhefðbundið nafn og mun ekki fá titil.
- Zara Tindall mun eignast strák.
- Ég held að við munum sjá meira af stafrænum heimsóknum á árinu, jafnvel eftir bólusetningu. Elísabetu mun koma fram opinberlega eftir að hún verður bólusett en það verður minna. Höllin mun halda áfram að verja hana gegn veikindum.
- Það verður ekki hefðbundið Trooping of the Colour 2021.
- Konungsfjölskyldan mun byrja að fara meira um Stóra-Bretland, að ósk ríkisstjórnarinnar til að styrkja tengslin milli landanna. Dettur Skotland mest í hug.
2020 spáin
Hérna er slóðin á 2020 spánni. Þrátt fyrir mjög svo óvenjulegt ár náði ég nokkrum punktum rétt:
Harry og Meghan
- Þau áttu vissulega áfram erfitt samband við fjölmiðla en engann veginn datt mér í huga að þau myndu flytja frá Bretlandi.
- Við fengum ekki nýja mynd af Archie á afmælinu hans, en fengum myndband af Meghan lesa fyrr hann. Sem er mun stærra og kom á óvart.
Cambridge-fjölskyldan
- Við sáum þau í sjónvarpi, en öll fjölskyldan kom fram á BBC þar sem þau klöppuðu fyrir framlínufólki.
- Early Years kom með 5 Big Questions on the Under 5s, þar sem fólk var hvatt til að fylla út könnun. Katrín fór svo ein í 24 tíma ferð um Bretland til að vekja athygli á könnunni, hún fór þannig í smá solo ferð.
Almennt
- Beatrice gifti sig en það var ekki sjónvarpað. Ég giskaði á að hún myndi gifta sig í ágúst, en hún gifti sig 17.júlí. Næstum því!