Loksins, loksins er komin ný sería af The Crown. Það er næstum því ár síðan seinasta sería kom út og núna hafa nýjir leikarar tekið við.
Persónulega finnst mér þátturinn ekki vera sterkasta byrjunin, en held að það þurfi smá tíma til að venjast nýju fólki. Mér finnst skiljanlegt að það hafi verið skipt um leikara en Margrét, Filippus og Elísabet breyttust öll talsvert á þessum árum. Eins og fyrsta atriðið talar um, þá er drottningin ekki lengur ung kona.
Mér finnst ég búin að sjá svo mikið af myndum af nýju leikurunum, og langt síðan að ég horfði á seríu 1 og 2 að persónulega var ég ekki lengi að venjast þeim. Þau standa sig öll vel en mér finnst Tobias Menzies ná Fillipus hvað best. Hann nær talandanum og töktunum svo vel. Held ég nefni hann helst af því að það kom mér á óvart hvað Matt Smith náði honum vel að ég var frekar óviss um að einhver gæti toppað það eða gert það jafn vel. En ég þurfti alls ekki að hafa áhyggjur!
Fyrsti þátturinn tekur meira á pólitík og útskýrir vel kannski hversu mikið Elísabet fær að vita. Allt málið með KGB njósnarann sýnir líka hvað konungsveldið er viðkvæmt. En líka hversu mikil áhrif stjórnvöld hafa á konungsfjölskylduna. Yfirvöld gátu ekki látið það komast upp að njósnari hafi verið að vinna svona lengi í Buckingham höll og Elísabet verður að fara eftir þeirra fyrirmælum.
Sagan á bakvið þáttinn:
Mér fannst þátturinn ekkert það áhugverður þannig er ekki búin að kynna mér söguna það vel, en söguþráðurinn er samt byggður á sönnum atburðum. Serían byrjar árið 1964 og Sir Anothony Blunt var í alvöru sá sem sá um listaverk hennar hátignar. Það varð gert opinbert árið 1979 að hann hefði unnið fyrir Sovétríkin og ári seinna var hann sviptur riddaratign. Það er mjög líklegt að Elísabet hafi alveg vitað af honum og tekið þátt í að fela þessa staðreynd.
Athyglisverð móment:
- Þegar Filippus og Elísabet kysstust og Fillippus skipaði Anthony að líta burt! Fannst það svo sætt, en sýnir líka hvað þau eru stanslaust umvafin þjónustufólki og öðru starfsfólki.
-----
Til að forðast að eyðileggja fyrir einhverjum þá mun restin af minni umfjöllun birtast hér og kemur þar inn í réttri röð.
Mér finnst ég búin að sjá svo mikið af myndum af nýju leikurunum, og langt síðan að ég horfði á seríu 1 og 2 að persónulega var ég ekki lengi að venjast þeim. Þau standa sig öll vel en mér finnst Tobias Menzies ná Fillipus hvað best. Hann nær talandanum og töktunum svo vel. Held ég nefni hann helst af því að það kom mér á óvart hvað Matt Smith náði honum vel að ég var frekar óviss um að einhver gæti toppað það eða gert það jafn vel. En ég þurfti alls ekki að hafa áhyggjur!
Fyrsti þátturinn tekur meira á pólitík og útskýrir vel kannski hversu mikið Elísabet fær að vita. Allt málið með KGB njósnarann sýnir líka hvað konungsveldið er viðkvæmt. En líka hversu mikil áhrif stjórnvöld hafa á konungsfjölskylduna. Yfirvöld gátu ekki látið það komast upp að njósnari hafi verið að vinna svona lengi í Buckingham höll og Elísabet verður að fara eftir þeirra fyrirmælum.
Sagan á bakvið þáttinn:
Mér fannst þátturinn ekkert það áhugverður þannig er ekki búin að kynna mér söguna það vel, en söguþráðurinn er samt byggður á sönnum atburðum. Serían byrjar árið 1964 og Sir Anothony Blunt var í alvöru sá sem sá um listaverk hennar hátignar. Það varð gert opinbert árið 1979 að hann hefði unnið fyrir Sovétríkin og ári seinna var hann sviptur riddaratign. Það er mjög líklegt að Elísabet hafi alveg vitað af honum og tekið þátt í að fela þessa staðreynd.
Athyglisverð móment:
- Þegar Filippus og Elísabet kysstust og Fillippus skipaði Anthony að líta burt! Fannst það svo sætt, en sýnir líka hvað þau eru stanslaust umvafin þjónustufólki og öðru starfsfólki.
-----
Til að forðast að eyðileggja fyrir einhverjum þá mun restin af minni umfjöllun birtast hér og kemur þar inn í réttri röð.