The Crown 3x01: KGB njósnarar og kossar
Loksins, loksins er komin ný sería af The Crown. Það er næstum því ár síðan seinasta sería kom út og núna hafa nýjir leikarar tekið við. Persónulega finnst mér þátturinn ekki vera sterkasta byrjunin, en held að það þurfi smá tíma til að venjast nýju fólki. Mér finnst skiljanlegt að það hafi verið skipt um leikara en Margrét, Filippus og Elísabet breyttust öll talsvert á þessum árum. Eins og fyrsta atriðið talar um, þá er drottningin ekki lengur ung kona.
Mér finnst ég búin að sjá svo mikið af myndum af nýju leikurunum, og langt síðan að ég horfði á seríu 1 og 2 að persónulega var ég ekki lengi að venjast þeim. Þau standa sig öll vel en mér finnst Tobias Menzies ná Fillipus hvað best. Hann nær talandanum og töktunum svo vel. Held ég nefni hann helst af því að það kom mér á óvart hvað Matt Smith náði honum vel að ég var frekar óviss um að einhver gæti toppað það eða gert það jafn vel. En ég þurfti alls ekki að hafa áhyggjur!
Fyrsti þátturinn tekur meira á pólitík og útskýrir vel kannski hversu mikið Elísabet fær að vita. Allt málið með KGB njósnarann sýnir líka hvað konungsveldið er viðkvæmt. En líka hversu mikil áhrif stjórnvöld hafa á konungsfjölskylduna. Yfirvöld gátu ekki látið það komast upp að njósnari hafi verið að vinna svona lengi í Buckingham höll og Elísabet verður að fara eftir þeirra fyrirmælum.
Sagan á bakvið þáttinn:
Mér fannst þátturinn ekkert það áhugverður þannig er ekki búin að kynna mér söguna það vel, en söguþráðurinn er samt byggður á sönnum atburðum. Serían byrjar árið 1964 og Sir Anothony Blunt var í alvöru sá sem sá um listaverk hennar hátignar. Það varð gert opinbert árið 1979 að hann hefði unnið fyrir Sovétríkin og ári seinna var hann sviptur riddaratign. Það er mjög líklegt að Elísabet hafi alveg vitað af honum og tekið þátt í að fela þessa staðreynd.
Athyglisverð móment:
- Þegar Filippus og Elísabet kysstust og Fillippus skipaði Anthony að líta burt! Fannst það svo sætt, en sýnir líka hvað þau eru stanslaust umvafin þjónustufólki og öðru starfsfólki.
The Crown 3x02: Margrét í sviðsljósinu
Annar þátturinn leggur áherslu hvernig er að vera í skugga einhvers, og er þá litið til Margrétar prinsessu og Lyndon B. Johnson 36. forseti Bandaríkjanna. Ferð Margrétar prinsessu og Tony til Bandaríkjanna árið 1965 er aðalsöguþráðurinn. Fannst mjög áhugavert að nota sögu Johnson forseta og flétta þær saman og sýna hvernig hann og Margrét voru í svipaðri stöðu. Virðast bæði við að lifa í skugga einhvers sem virðist nær fullkominn. Einnig fannst mér mjög skýrt sýnht í þessum þætti að konungsfjölskyldan vinnur fyrir ríkisstjórnina og opinberar heimsóknir eru ekki bara skemmtiferðir, heldur eru þær hápólitískar.
Margrét er sýnd finnast hún loksins komin með tilgang og hlutverk eftir þessa ferð og óskar eftir fleirum verkefnum. Elísabet virðist vera ferkar hissa á velgengi systur sinnar og jafnvel öfundsjúk á hversu vinsæl hún var.
Kenning Filippusar fannst mér mjög áhugaverð. Að það sé alltaf tveir í þessari ættt - þessi sem er stöðugur og leiðinlegur og svo þessi villti og skemmtilegi. Þetta á mjög vel við og mér finnst þessi einræða mjög flott. Maður spyr sig líka hvort þetta eigi ekki við áfram: það er minna drama á Anne en á Karl. Það er mun minna drama á Prince Edward en á Prince Andrew. Það sama er jafnvel hægt að nota þetta á Vilhjálm og Harry og þá sérstaklega þegar þeir voru aðeins yngri. Ótrúlegt hvað þetta á vel við.
Sagan á bakvið þáttinn:
Það er komið inn á vinsældir Margrétar í þessum þætti, og sýnt hvernig hún sló í gegn í Bandaríkjunum. Ég las nýlega ævisögu Margrétar, sem var mjög svo áhugaverð og þá kom einmitt fram að Margrét var um langt skeið vinsælasti meðlimur konungsfjölskyldunnar. Hún var einnig sú fyrsta sem var elt af ljósmyndurum og fékk lítinn frið. Þetta gerist allt áður en Díana kemur til sögunnar.
Hún var einnig mikið partýljón og var vinsæll gestur í kvöldverði og veislur. Fannst mjög flott hvernig þau sýndu hana fulla og vera að skemmta sér og gefa svona til kynna að hún hafi verið frekar drykkfelld. Finnst þau samt fara frekar fínt í það. En einnig hvað Tony leiddist þessi læti, eitthvað sem á eftir að koma meira fram.
Athyglisverð móment:
- Held við getum flest verið sammála um að Íslands línan kom öllum skemmtilega á óvart. Mbl fór í málið um hver þessi Guðmundur Guðmundsson væri.
---------------------------
---------------------------
The Crown 3x03: Táraflóð
Þessi þáttur! ÞESSI ÞÁTTUR. Vá sko. Ég skal alveg viðurkenna að ég var með augun full af tárum þegar hann kláraðist. Ég hef heyrt um þennan atburð en vá ég hafði aldrei kynnt mér hann svona vel. Þetta er vissulega skálduð útgáfa af honum, en mér finnst það oft gera það raunverulegra? Eins og að sjá börnin vera heima hjá sér að æfa sönginn, hvað lífið var fullkomlega eðililegt áður en þessi hræðilegi atburður gerðist. Síðan að sjá kennarann átta sig á hvað er að gerast og skipa börnunum að fara undir borðin en standa síðan sjálfur og stara bara. Að sjálfsögðu ekki hægt að vita nákvæmlega hvað gerðist á þessum mínútum en vá hvað mér fannst þetta vel gert.
Það var eitt sem mér fannst frekar spes við þennan þátt. Það að Elísabet segist ekki hafa fallið tár og að hún eigi almennt erfitt með það. Mér fannst þetta frekar skrítin sena, en samt alveg rétt að hún fellir aldrei alvöru tár í þættinum. Fannst samt eitthvað rangt við þetta atriði. Ætli ég líti ekki bara of mikið upp til hennar til að trúa þessu.
Sagan á bakvið þáttinn:
Það sem síðan gerist er eitthvað sem er, eins og er nefnt í lok þáttarins, eitthvað sem Elísbet sér hvað mest eftir á valdatíð sinni og hún hefur oft heimsótt þorpið aftur. Elísabet hefur þurft að endurhugsa mikið hvernig konungsfjölskyldan virkar og vinnubrögð hennar.
Það hefur mikið af efni komið út um þennan þátt og fólkið á bakvið The Crown hafa talað um hvað það var mikill metnaður lagður í að gera þessum atburði góð skil. Það var talað við þá sem upplifðu hann og framleiðendur þáttanna bauð aðstandendum og fórnarlömbum upp á áfallahjálp. Eitthvað sem þeim hefur aldrei verið boðið upp á, og þetta gerðist árið 1966.
Eins og þið sjáið á myndinni hérna við hliðina þá líkist þátturinn þessu vel eftir. En Fillippus kom með henni í heimsóknina en fór ekki á undan henni eins og í þættinum. Ég las einhverstaðar að því hefði verið breytt til að það væri alltaf einhver aðalsögupersóna á skjánum og þau vildu sýna frá jarðarförinni.
Athyglisverð móment:
- Ég skal segja ykkur nákvæmlega atriðið sem ég fór að hágráta. Það er þegar Elísabet fer inn í húsið til að hitta aðstandendur og tekur síðan í hendinia á stelpunni sem lifði af.
---------------------------
The Crown 3x04: Heimildamyndin sem enginn má sjá
En annars þá er þessi þáttur mjög áhugaverður þar sem hann tæklar frekar mikið. Hinsvegar er þetta árið sem konungsfjölskyldan gerði heimildamynd um lífið sitt og sýndi frá hversdagslegum stundum.
Í fyrsta lagi kemur þarna móðir Filippusar til sögunnar en fjölskyldusaga hans er flókin en þættirnir koma vel inn á hana. Myndin var sýnt einu sinni í sjónvarpi og svo aldrei aftur. Það er bara nokkur ár síðan einstök atriði úr myndinni voru sýnt aftur. En myndin var talin sýna of mikið hversu hversdagsleg konungsfjölskyldan væri.
Sagan á bakvið þáttinn (í tvennu lagi):
Alice prinsessa
Móðir Filippusar segir sjálf nokkuð vel frá sögu sinni í þættinum og er flest sem hún sagði rétt. Hún er fædd 1885 í Windsor kastala, enda barnabarnabarn Viktóru drottningar (og já Fillippus og Elísabet eru skyld...). Alice giftist síðan Andrew prins af Danmörku og Grikklandi árið 1903. Þau bjuggu um tíma í Grikklandi en fluttu svo til Frakklands. En árið 1922 varð konungur Grikklands neyddur til að segja af sér og Alice og fjölskylda flúðu til Frakklands. Í Frakklandi varð Alice mjög trúuð og var það allt til æviloka.
Í Frakklandi fékk hún taugaáfall og var greind með geðklofa. Hún var lögð inn á hæli gegn hennar vilja og fékk þar meðferð sem er vægast hægt að segja að hafi verið hrottaleg. Alice hélt því fram allann tímann að hún væri heil á geði og reyndi oft að flýja. Á meðan hún var í burtu, giftust allar dætur hennar og Filippus var sendur til Englands.
Það var síðan árið 1967 sem hún kom til Englands og var hjá syni sínum og fjölskyldu í Buckingham-höll og dó þar árið 1969.
Ævi hennar er í raun svakaleg og sorgleg. En það var aldrei tekið viðtal við hana og birt, þannig flestir vita líti um hana. Þangað til núna.
Heimildamyndin
Árið 1969 var heimildamynd um konungsfjölskylduna frumsýnd. Í myndinni er t.d. hægt að sjá drottninguna, Filippus, Karl og Önnu við morgunverðarborðið og fjölskylduna grilla í Balmoral.
Myndin vakti mikla athygli, en alls ekki góða. Fólki fannst skrítið að sjá meðlimi konungsfjölskyldunnar í svona hversdagslegum aðstæðum. Myndin átti að sýna hvað fjölskyldan væri eðlilegt en það er víst ekki það sem almenningur vildi fá að vita. Almenningur í Bretlandi virðist vilja hafa konungsfjölskylduna upp á stalli. Eftir þetta var myndin aldrei sýnd aftur og voru örfáir sem fengu aðgang að henni. Síðan þá hefur myndin aldrei verið sýnd í heild sinni aftur en 2012 voru brot úr henni sýnd, eitt er hægt að sjá hérna fyrir neðan.
Myndin vakti mikla athygli, en alls ekki góða. Fólki fannst skrítið að sjá meðlimi konungsfjölskyldunnar í svona hversdagslegum aðstæðum. Myndin átti að sýna hvað fjölskyldan væri eðlilegt en það er víst ekki það sem almenningur vildi fá að vita. Almenningur í Bretlandi virðist vilja hafa konungsfjölskylduna upp á stalli. Eftir þetta var myndin aldrei sýnd aftur og voru örfáir sem fengu aðgang að henni. Síðan þá hefur myndin aldrei verið sýnd í heild sinni aftur en 2012 voru brot úr henni sýnd, eitt er hægt að sjá hérna fyrir neðan.
Athyglisverð móment:
- Ég var allan þáttinn að spyrja mig hvar í ósköpunum Karl var?! Skildi það betur í þættinum á eftir, en fannst mjög sérstakt hvað hann var bara ekkert viðstaddur. Kannski ekki beint móment, en varð að nefna þetta.
---------------------------
The Crown 3x05: Hestar og pólitík
Ég verð að viðurkenna að mér fannst þessi þáttur ekkert spes. Í raun fannst mér hann bara frekar leiðinlegur. En hann tekur samt fyrir hvað Elísabet fær lítið að vera hún sjálf. Í þættinum velur hún að sinna aðeins áhugamálinu sínu og fara í ferð til að læra um allt það nýjasta í hestaræktun. Það er mjög augljóst að Elísabet elskar hesta! Myndir af henni með hestum sýna hana nánast alltaf skærbrosandi.
Þátturinn samt sýnir hversu mikið hún þarf stöðugt að velja drottningarhlutverkið fram yfir allt annað. Í ferðinni fær hún smá tilfinningu um hvernig lífið er án þessa risastóra hlutverks en svo neyðist hún til að fara og sinna því aftur. Þetta var mjög sterkt þema í fyrstu seríunni, og öllum þáttunum yfir höfuð.
Sagan á bakvið:
Hinn söguþráðurinn er samsæri Lord Mounbatten gegn þáverandi forsætisráðherra, Harry Wilson. Ég hef aldrei heyrt um þetta og veit rosa lítið um það. Eins og ég segi þá fannst mér þátturinn frekar leiðinlegur þannig ég var ekki að drepast úr forvitni um þennan viðburð. En það litla sem ég hef lesið mér til um þetta mál bendir til að þetta sé meira samsæriskenning en sannleikurinn. MI5 hefur fullyrt samt að það hafi verið eitthvað samsæri gegn forsætisráðherranum en enginn smáatriði eru á hreinu. En samsæriskenningar eru oft fínasta sjónvarpsefni og mér fannst gaman að sjá Elísabetu taka Mountbatten aðeins á teppið.
Athyglisverð móment:
- Það er eitt atriði þar sem Filippus er að fylgjast með sjónvarpsfréttunum og er að tala um hvernig er komið fyrir landinu og pólitíkinni. Fannst hann alveg eins geta hafa verið að tala um bresk stjórnmál í dag.
---------------------------
---------------------------
The Crown 3x06: Prinsinn af Wales
Þannig að ástæðan fyrir því að Karl er ekki búinn að sjást NEITT þessa seríu er vegna þess að hann þurfti sér þátt! Ok, hann er búinn að vera í burtu í skóla en finnst samt rosa spes að hann birtist ekkert fyrr en í þætti 6. Mér fannst þessi þáttur mjög skemmtilegur, fróðlegur og áhugaverður. Karl er að fara að vera stærra hlutverk í þáttunum og mikikvægt að kynna hann vel til sögunnar sem sögupersónu.
Annars þá fannst mér mjög áhugavert að fjalla svona vel um Wales. Þetta er lítið land sem hefur oft gleymst, t.d. höfum við ekki íslenskt nafn yfir landið af einhverjum ástæðum. Þarna stingur ríkistjórnin upp á því að Karl verði sendur til Wales í skóla til að róa niður aðeins andann í landinu sem er að tala meira og meira um sjálfstæði (eruði að taka eftir þemanu að konungsfjölskyldan ræður sér ekki sjálf?). Hann er sendur til að læra tungumálið, en ég hafði ekki hugmynd um að hann hefði flutt ræðuna á velsku! Finnst gaman hvað þessir þættir geta komið með svona minni atriði sem hafa ef til vill gleymst.
Velsk menning er mikið til tals í þættinum og áhugavert að læra um söguna bakvið titilinn Prinsinn af Wales. Vanalega er talað um krónprinsinn en í Bretlandi fær erfinginn titilinn Prinsinn af Wales (eða prinsessa núna þegar það er loksins búið að breyta erfðalögunum!).
Verður mjög áhugavert að sjá hvort að þegar sá tími kemur og Vilhjálmur fær titillinn hvort það verði svona stór athöfn. Þetta er mjög gamaldags (og kostar sitt), og það er alltaf spurning um hversu lengi hann mun halda titlinum... En Vilhjálmur er mjög góður með tungumál og kann víst eitthvað í velsku þannig hann þarf ekki að fara í skóla þar eins og Karl gerði.
Sagan á bakvið:
Karl fór í 10 vikur til Wales árið 1969 og lærði Velsku og um velska menningu. Hann gaf síðan öll svör sín á athöfninni á bæði ensku og velsku. Hann fór með ræðu og hluti hennar var á velsku en hann var því miður víst ekki svo djörf eins og hún er í þættinum. Annars fannst mér aðeins vanta að vita hvað hann var að segja. Þeir hætta að texta ræðuna á ákveðnum punkti...
Hérna er hlutinn sem hann sagði á velsku í alvörunni:
"The words of your address have certainly touched me deeply and I can assure you I have taken note of the hopes expressed in them. It is, indeed, my firm intention to associate myself in word and deed with as much of the life of the Principality as possible—and what a Principality!
It is with a certain sense of pride and emotion that I have received these symbols of office, here in this magnificent fortress, where no one could fail to be stirred by its atmosphere of time-worn grandeur, nor where I myself could be unaware of the long history of Wales in its determination to remain individual and to guard its own particular heritage. A heritage that dates back into the mists of ancient British history, that has produced many brave men, Princes, poets, bards, scholars and more recently, great singers, a very memorable 'goon' and eminent film stars. All these people have been inspired in some way by this heritage.”
Þrátt fyrir þetta var samt talað um að ræðan hans hafi verið í anda sjálfstæðis fyrir Wales og það er örugglega punkturinn sem þættirnir eru að reyna að koma með. Mér finnst þessi ákvörðu hans í þættinum sýna hvað hann er staðráðinn í að gera hlutina öðruvísi og hvað hann er ólíkur móður sinni að mörgu leiti. Þetta virðist vera ákveðinn vakning fyrir Karl að fara þarna í allt annað umhverfi, og sérstaklega upplifa aðra fjölskyldu (held að sá hluti sé þó að mestu uppspuni, en maður veit aldrei). Karl þarna sér hvað er að sinni eigin fjölskyldu. Finnst mjög áhugavert að þættirnir séu að sýna Karli mjög mikla samúð (segðu mér ekki að þú hafir ekki fengið samúð með honum þegar hann sagðist vera vanur að vera alltaf einn). Spurning hvort það breytist eitthvað í seríu 4 eftir að hann giftist Díönu.
Athyglisverð móment:
Ég er með nokkur!
- Elska að sjá gott samband milli Önnu og Karls. Þau eru talsvert eldri en yngri systkini sín og ég hef aldrei pælt í því hvort þau eru mjög náin.
- Þegar Karl kom loksins heim og vildi hitta mömmu sína og HÚN STÓÐ EKKI EINU SINNI UPP. Fannst það svakalegt en sýnir samt hve óelskuleg fjölskyldusamböndin voru í þessari fjölskyldu.
- Tókstu eftir Carlo laginu í endann? Sem er víst skrifað á velsku um Karl, fannst það mjög skemmtilegt.
---------------------------
The Crown 3x07: Tunglið
Ég var búin að horfa á þennan þátt í smá stund þegar ég spurði sjálfa mig hvað ég væri eiginlega að horfa á... Annar þáttur sem mér fannst frekar leiðinlegur, var alltaf að bíða einhvern veginn eftir því að söguþráðurinn myndi byrja.
Þátturin einblínir frekar á upplifun Filippusar á því að sjá menn lenda á tungluni. Þetta fær hann til að fá einhverja tilgangskrísu og við eyðum 40 mínútum í að horfa á það. Fannst t.d. atriðið í flugvélinni þegar hann reynir að fara eins hátt og hann getur ansi fáránlegt. Ég átt mig samt á hvað Peter Morgan, höfundur þáttanna er að reyna að koma á framfæri. Hlutverk Filippusar er ekki mikið meira en að fylgja konu sinni og eðlilegt að honum finnist honum vanta tilgang. Mjög líkt því sem Margrét prinsessa upplifir en hann tæklar það allt öðruvísi. En mér fannst þátturinn samt engann veginn ná að gera þetta nógu áhugavert til að ég nennti að fylgjast almennilega með.
Sagan á bakvið:
Konungsfjölskyldan á víst að hafa verið mjög áhugasöm um tunglendinguna, og mér fannst mjög krúttlegt atriði þegar þau voru öll að horfa saman og seinna þegar farið var og vakt alla til að missa ekki af. En Elísabet var víst ekkert hrifin af því til að byrja með að senda skilaboð á tunglið og gerði það bara af því að ríkisstjórnin ýtti við henni.
Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins kom allir í heimsókn í Buckingham-höll árið 1969. Það eru engar heimildir fyrir því að Filippus hafi fengið þá á einkafund, og eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan, þá tók hann á móti þeim ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum.
Sagan segir að Neil Armstrong hafi verið mjög kvefaður fyrir heimsóknina og hafi viljað afbóka hana. En konan hans var svo staðráðin í að heimækja höllina að þau drifu sig. Í lok heimsóknarinnar var Neil búinn að drekkar soldið af hvítvíni og var að tala við drottninguna. Hann var kominn frekar nálægt henni og í stað þess að tala þá hóstaði hann beint framan í hana! Og ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Athyglisverð móment:
- Mér fannst frekar vandræðalegt að sjá Andrew prins sem saklaust barn í þessum þætti. Svona miða við allt sem á hefur gengið undanfarna daga...
---------------------------