Hvað er í gangi með Harry núna?

 

Það er komið smá síðan síðast var svona mikið drama í bresku konungsfjölskyldunni. Eftir sjúkdómagreiningarnar á síðasta ári hefur verið rólegt hjá fjölskyldunni, en það breyttist á föstudaginn þegar Harry fór í viðtal við BBC um niðurstöðu dómara í máli sem snýr að öryggi hans í Bretlandi.

Smá bakgrunnur

Árið 2020 skrifaði Harry undir það sem er oft kallað Sandringham-samningurinn, þar sem hann samþykkti að hætta að sinna konunglegum skyldum. Harry hefur tjáð sig mikið um fundinn, en þarna var hann, Elísabet drottning, Karl og Vilhjálmur, og síðan eitthvað af starfsfólki hallarinnar. Þetta leiddi meðal annars til þess að hann og Meghan misstu Frogmore Cottage. Það er algengur misskilningur að fólki haldi þau hafi afsalað sér titlum sínum, en þau samþykktu að nota ekki konunglega tign sína (HRH). Þau eru ennþá hertogahjónin af Sussex, og Harry er enn prins Bretlands. Einnig misstu þau öryggisgæslu sína og var ákveðið að öryggisþörf þeirra yrði metin í hvert sinn sem þau koma til Bretlands. 


Getur Harry ekki bara verið með sína eigin öryggisgæslu?

Við vitum að það kom Harry mikið á óvart þegar hann missti öryggisgæsluna. Hann hefur tjáð sig oft um þetta og sagt að það hafi verið mikið áfall. Þau nefndu líka í Netflix þáttunum minnir mig að þetta hafi komið öryggisvörðum þeirra virkilega á óvart á sínum tíma. Þá voru Harry og Meghan stödd í Kanada og hljómar þetta eins og öryggisvörðum þeirra hafi bara allt í einu verið skipað að hætta. Þau hafi þá ákveðið að færa sig yfir til Bandaríkjanna. 

En það er mjög mikilvægur munur á öryggisgæslu í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á meðan einkarekin öryggisgæsla í Bandaríkjunum getur borið vopn, er það ekki leyfilegt í Bretlandi. Þar er það ríkisstjórnin sem ákveður öryggi konungsfjölskyldunnar og var það hennar ákvörðun að Harry og Meghan misstu öryggisgæsluna, ekki konungsfjölskyldunnar. Harry kærði þessa ákvörðu næstum strax og hefur þetta verið í gangi á að verða 5 ár. Á föstudaginn var niðurstaðan frá áfrýjunardómstóli að þessi ákvörðun frá 2020 skyldi standa. Dómarinn tók það fram að tilfinningar Harry séu ekki lög, þó að honum finnist hann ekki öruggur þá er það hlutverk lögreglunnar að ákveða þetta. 

Viðtal Harry - áhugavert val á fjölmiðli.

Sem verður til þess að Harry gefur út langa yfirlýsingu og fer svo í viðtal hjá BBC. Þetta viðtal kom verulega á óvart og kom líka á óvart að Harry skildi velja BBC, en hann fór t.d. í viðtal hjá ITV fyrir bókina en ekki BBC. En það er ekki svo langt síðan að það kom í ljós að starfsmenn BBC lugu að Díönu prinessu  og sannfærðu hana um að gera Panama viðtalið fræga með því að sýna henni fölsuð skjöl. Þessi starfsmenn hafi staðið lengi í því að plata hana til að gera viðtalið. Vilhjálmur hefur t.d. verið mjög harðorður í garð BBC eftir að þetta var gert opinbert. Kom því mörgum á óvart að Harry skildi velja BBC fyrir þetta viðtal. 


Sérstök öryggisnefnd

Harry segir í viðtalinu hafa lært mikið í þessu ferli, og eitt af því sé að það sé sérstök nefnd sem ákveður öryggi meðlima konungsfjölskyldunnar og annarra aðila sem þurfa á sérstakri öryggisvernd, hún heitir á ensku Royal and VIP Executive Committee, en er kölluð RAVEC. Harry hafi komið á óvart að í nefndinni sitji starfsfólk hallarinnar.

Það kemur mér sífellt á óvart hversu lítið Harry vissi og veit um mál konungsfjölskyldunnar. Var oft Spare þar sem kemur fram að hann hafi verið hissa á þessu og hinu sem hann hefði kannski átt bara að vita. Virðist ekki hafa verið að pæla í hvernig hlutirnir virkuðu, eða hverjir það væru sem tækju svona ákvarðanir. 

Hann útskýrir í viðtalinu að allir aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar fái árlega öryggismat sem segir til um hvaða öryggisgæslu þau fá, allir nema hann. Hans mat hafi ekki breyst síðan 2020, og hafi í raun ekki verið metið síðan 2019. Hann nefnir þetta oftar en einu sinni að það sé komið öðruvísi fram við hann. 

Ég hef alltaf skilið það þannig að það hafi verið ákveðið að það yrði metið í hvert sinn sem Harry og Meghan koma hversu mikla öryggisgæslu þau þurfa. En þau fá margar hótanir og það eru t.d. tveir karlmenn núna í fangelsi eftir að hafa verið dæmdir fyrir að vera að hóta Meghan og Archie. Ég á því erfitt með að trúa að það sé metið þannig að þau séu með lítið öryggii. Þegar Harry hefur verið að koma þá virðist hann alltaf vera með lögregluvernd. T.d. þegar hann hefur komið vegna kærumála eins og þessu, þá er lögreglan alltaf mjög sýnileg. 

En Harry vill meina að þessi nefnd sé ekki að meta hann rétt og það sé vegna fjölskylduerja. Hann kallar þó eftir því að núverandi ríkisstjórn taki þetta fyrir og skoði vel þessa nefnd, og nefnir hann sérstaklega innanríkisráðherra Bretlands og forsætisráðherra. Hann segir að það sé skrítið að starfsfólk hallarinnar sé í þessari nefnd og hafi eitthvað um málið að segja, þegar það fólk sé ekki sérfræðingar þegar kemur að öryggi. 


Hvaða völd hefur Karl í þessu?

Fréttakona spyr Harry hvort hann sé ósáttur við að Karl hafi ekki skipt sér af málinu, og Harry svarar að hann hafi aldrei beðið hann um það. Hann hafi frekar beðið hann um að leyfa fagfólki að sjá um þetta. Harry kemur inn á þetta nokkrum sinnum í viðtalinu og vill meina að Karl segi að hann hafi ekkert um þetta að segja, að þetta sé ákvörðun ríkisstjórnarinnar og hann hafi ekkert um þetta að segja. Harry vill hinsvegar meina að Karl geti óbeint haft áhrif á niðurstöðu nefndarinnar, þar sem starfsólk hans sitji í nefndinni. Virðist smá gefa í skyna að þetta ástand sé vegna þess að Karl skipi sínu fólki að koma í veg fyrir að Harry fái rétt öryggismat. Sem hljómar eins og hann sé að segja að pabbi sinn sé viljandi að setja Harry og hans fjölskyldu í hættu. 

Ég velti samt fyrir mér hvort það flæki ekki þetta mál hvað það hefur verið mikið fyrir dómstólum. Örugglega erfitt fyrir ríkistjórnina og þessa nefnd, og hvað þá Karl, að breyta þessu þegar verið að að ræða þetta fyrir dómstólum…

Þetta er líka ákvörðun sem var tekin af fólki sem er ekki lengur við völd, og án þess að vita það fyrir víst þá held ég að það hafi verið miklar breytingar á hverjir sitja í þessari nefnd í dag. Og ekki gleyma að þessi ákvörðun er tekin undir stjórn Elísabetu, en Harry segir í bókinni sinni að á þessum tíma hafi hún ekki verið mikið svið stjórnvöldin og ásakar þar starsfólk hennar um að misnota völd sín.


Ákvörðunin hafi verið refsing

Harry vill meina að þessi ákvörun að taka af þeim öryggisgæsluna hafi verið til að refsa þeim. Þetta hafi verið upprunalega gert til að reyna að fá þau til að hætta við að hætta. Að þetta myndi hræða þau til að koma aftur og gera það sem höllin vildi.

Harry segir að þetta hafi ekki virkað og það sé núna kominn tími til að hætta þessu og breyta ákvörðuninni. Hann telji það líka hættulegt að nota öryggi sem hótun, og þetta muni líka setja það fordæmi að enginn í fjölskyldunni geti í raun valið eitthvað annað líf en það konunglega. Annars sé það bara í hættu. 

Þetta gæti vel verið rétt hjá honum, og hann bendir réttilega á hversu ósanngjarnt þetta er. En held líka að þetta hafi verið pólitískt, ekki bara fjölskyldan eða höllin. Verið að sýna almenningi að þau fengu ekki fulla þjónustu þar sem þau hættu að sinna opinberum skyldum. 

Þetta er líka mjög flókið mál í raun að tala um af því það er svo margt sem má ekki tala um. Eðlilega eru öryggismál komnungsfjölskyldunnar mikið leyndarmál og margt sem má bara ekki gefa upp, t.d. getur Harry ekki svarað hver er munurinn á verndinni sem hann fær núna í Bretlandi þegar hann kemur og sú sem honum finnst hann eigi að fá. Og fullkomlega eðlilegt að það sé ekkert opinbert, væri stórhættulegt. 

Harry vill sættast við fjölskylduna

Þetta viðtal virðist verða svo að einhverskonar kalli um að vilja ná sáttum við konungsfjölskylduna, en er samt líka Harry að ásaka pabba sinn og bróður um að setja hann og fjölskyldu hans viljandi í hættu.

Það er mjög áhugavert hvernig Katrín er aldrei nefnd í þessu viðtali. Næstum eins og það sé viljandi. Fær mann smá til að hugsa, en það er vel þekkt að Vilhjálmur er viðkvæmur fyrir því þegar Katrin er gagnrýnd. Hann nefnir pabba sinn, Vilhjálm og Kamillu sérstaklega, en aldrei Katrínu.

 



Yfirlýsing Harry á föstudaginn endar á þeim orðum að Harry voni að fólki sig á að það þrátt fyrir allt vesenið í kringum þetta mál þá sé þetta einfalt og snúist bara um öryggi. Hann notar næstum sömu línu í viðtalinu og segir að þetta snúist í raun allt um þetta öryggsmál. Allt sem hefur á gengið milli hans og fjölskyldunnar sé útaf þessu. Og að þetta sé í raun bara fjölskylduerjur sem ætti að vera auðvelt að leysa úr. Þetta er samt eftir að hann óskaði eftir að forsætisráðherra skoðaði málið, þannig þetta er smá ruglingslegt.

Hann talar síðan um fyrirgefningu og hann átti sig á að sumir meðlimir konungsfjölskyldunnar muni aldrei fyrirgefa honum að hafa skrifað bók. Hann eigi líka sjálfur erfitt með að fyrirgefa hatrið gagnvart konunni sinni og börnunum sínum. Hann segist samt að hann geti fyrirgefið margt sem hefur gerst, hann geti fyrirgefið afskiptum fjölskyldu sinnar og að hann geti líka fyrirgefið fjölmiðlum að hluta til.

Hann segir þó að hann eigi erfitt með að fyrirgefa þessa ákvörðun sem var tekin 2020, sem hefur áhrif á hann á hverjum degi. Að það setji hann og fjölskyldu hans í hættu. Þau hafi vonast til að það myndi neyða hann til að koma tilbaka en það hafi ekki virkað.

En hvað er það sem Harry vill í raun?


Harry fer smá inn á það að hann og Meghan vildu í raun aldrei hætta að sinna opinberum skyldum, þau voru smá neydd til þess. Það sem þau vildu var að breyta hlutverkinu og fara nýja leið. Harry nefnir að þau hafi viljað uppfæra aðeins hvernig hlutirnir væru gerðir og vildu líka breyta ýmsu til að passa betur upp á andlega heilsu þeirra. En þau mættu mikilli mótstöðu á sínum tíma með þetta, en það hefur verið talað um að þau vildu t.d. fara í samstarf við Netflix og fá laun þaðan og vera í hlutastarfi sem starfandi meðlimir koungsfjölskyldunnar. Sem því miður gengur illa upp og höllin og krúnan samþykktu það ekki. En það er efni í annan pistil.

Hann stanglast mikið á því að hann hafi verið fæddur í þetta og þetta hafi ekki verið hans val, sem er vissulega mjög rétt og að sjálfsögðu á hann rétt á öryggisgæslu en á smá erfitt með að átta mig á af hverju þetta er svona flókið. Dreg ekkert í efa að Harry sé í hættu en trúi ekki öðru að hann fái öryggi þegar hann þarf á því að halda.

Margir hafa bent á að þetta viðtal sýni það að Harry er ekki eins sáttur og hann vill meina við lífið í Bandaríkjunum. Hann virðist vera að reyna að fá almenning til að standa með sér og búa til pressu á konungsfjölskuylduna til að breyta hlutunum, jafnvel til að geta verið meira í Bretlandi.

Kannski sem þarf að gerast, að almenningur verði svo óánægður með hvernig konungsfjölskyldan hefur lokað algjörlega á hann og þannig neyðist þau til að taka við honum aftur. Hef lengi grunað að þetta sé tímaspursmál hvenær almeningur mun byrja að gagnrýna þessi viðbröðgð, en held að viðtal eins og þetta sé engann veginn leiðin til að ná sáttum. Viðtalið hjálpar líka ekki þeirri ímynd sem Harry hefur núna í Bretlandi, sem er einfaldlega að hann sé að væla bara.


Munu þau einhvern tímann ná sáttum?

Harry hefur enn aftur tjáð sig opinberlega um persónuleg málefni konungsfjölskyldunnar sem ég held að Karl og Vilhjálmur séu ekki sáttir við. Bókin var líka mikill trúnaðarbrestur í sambandi þeirra og ég hugsa alltaf um fyrsta kaflann í Spare, þar sem Harry segir frá samtali hans við Vilihjálm og Karl eftir jarðarför Filippusar. Þar voru Karl og Vilhjálmur að spyrja hann hvað það væri í raun sem hann vildi og af hverju hann væri að tala svona opinberlega um fjölskylduna. Og Harry segir að hann sé svo reiður að þeir skilji ekki vandann. Fannst þetta voru mjög persónulegar samræður.

En Harry segir í viðtalinu að þetta snúist allt um þetta öryggismál og ef þetta yrði leyst þá myndi hann geta fyrirgefið þeim allt og þetta væri búið. Sem, eftir 5 ár af viðtölum, orðrómum, sögum og yfirlýsingum, kemur á óvart. Allt annað virðist einhvern veginn vera gleymt.

Held að þessar erjur milli Harry og Karls og Vilhjálms sé alls ekki mál sem verður leyst opinberlega, heldur þurfi þeir feðgar að ræða málin saman. En skil reyndar vel að Karl og Vilhjálmur séu tregir til þess, hver veit nema það muni enda bara í næstu bók eða í næsta viðtali. Það hefur verið smá síðan Harry tjáði sig svona opinberlega og ég var að vonast til að þessi þögn hans yrði til þess að það myndi eitthvað fara að mjakast í þessum samskiptum. Held því miður samt að þetta viðtal muni hafa öfug áhrif. Sem er mjög leiðinlegt af því ég held að börn Vilhjálms og Harry hafi aldrei hist, allavega ekki eftir að Lilibet fæddist.