Fyrir nokkrum árum síðan þá frétti ég að það væri hægt að senda bresku konungsfjölskyldunni kveðju og að þau svara nærri öllum kveðjum með mynd og stuttri kveðju. Í gegnum árin hef ég sent þeim nokkur og fengið skemmtileg kort tilbaka. Það tekur dágóðann tíma að fá svar, og það kemur ekki alltaf. En þegar það kemur þá er alls ekki leiðinlegt að fá kort inn um lúguna sem er með stimpli frá höllinni.
Núna þegar Katrín hefur deilt því með heiminum hvað er að hrjá hana, þá langaði mig að senda henni smá kveðju og datt í hug að það væru fleiri sem langaði að gera það saman. Ætla því að deila upplýsingum um hvernig það er gert hér á blogginu.
Ég sendi vanalega bréf útprentað á A4, en það má líka senda kort eða annað. Það er mikilvægt að skrifa upplýsingar um sig og sitt heimilisfang einhverstaðar í byrjun, þannig er hægt að senda svar.
Kortin þurfa að vera á ensku og því er gott að muna að nota formlegan titil, t.d. að þegar er verið að skrifa til Katrínar, að skrifa The Princess of Wales, eða Catherine. Katrín svarar bæði Kate og Catherine, en í formlegum aðstæðum velur hún að vera kölluð Catherine. Það er hægt að gera þetta á marga vegu, og mikilvægt að hafa í huga hvernig bréf þetta á að vera, hversu formlegt á textinn að vera o.þ.h..
Hér er hvernig ég set upp bréf;
Ég nota alltaf titilinn Ms fyrir mig sjálfa, en vissulega er hægt að velja aðra titla (Miss/Mrs/Mr/Mx). Mæli líka með að nota enska stafi í íslenskum nöfnum þegar þið skrifið það í heimilsfanginu, auðveldar þeim að skilja það.
Síðan kemur að því að póstleggja kortið. Flestir myndu giska á að senda bréfið til Kensingtonhallar, en málið er að póstdeildin fyrir Vilhjálm og Katrínu er í Clarence House (sem er heimili Karls og Kamillu) og hefur verið það síðan þau giftu sig. Heimilisfangið er því:
Clarence HouseLondon SW1A 1BA
UNITED KINGDOM
Clarence House
London SW1A 1BA
UNITED KINGDOM