Í dag um kl. 18 tilkynnti Buckinghamhöll að Karl konungur hefði greinst með krabbamein. Hér er smá samantekt á fréttum dagsins ásamt vangaveltum frá mér:
- Karl greindist með krabbamein sem læknar uppgötvuðu í aðgerð sem Karl fór í í seinustu viku.
- Karl var í Sandringham en er kominn til London og byrjaði í meðferð í dag.
- Höllin óskaði eftir því að fjölmiðlar séu ekki með vangaveltur með hvernig krabbamein hann greindist með.
- Karl mun ekki sinna opinberlegum heimsóknum, en mun sinna skyldum sínum. Sem þýðir að hann mun fara yfir pappíra þjóðhöfðingjans og mun reyna að hitta áfram forsætisráðherra Bretlands einu sinni í viku meðan hann hefur heilsu til.
- Sem prinsinn af Wales var Karl verndari margra samtaka sem rannsökuðu krabbamein og studdu við þau sem greindust, og þekkir því vel ferlið sem fer að stað þegar einhver greinist og einnig fræðin sem eru á bakvið.
- Karl sagði nánustu fjölskyldu sinni sjálfur frá fréttunum.
- Karl og Vilhjálmur tala reglulega saman.
- Harry og Karl virðast tala eitthvað saman og BBC segir að Harry sé á leiðinni til Bretlands til að heimsækja pabba sinn.
- Karl sást fara til kirkju í gær og virtist þá vera við góða heilsu sem margir telja vera merki um að hann er ekki að upplifa mikið af einkennum.
- Þar sem meinið finnst í aðgerð eru miklar líkur á að það hafi fundist snemma.
- Karl er talinn vera mjög hraustur miða við aldur.
Það að Karl sé að deila þessum fréttum er stórt merki um breytta tíma í konungsfjölskyldunni. Vanalega tilkynnir höllin ekki svona fréttir og heilsa konungsfjölskyldunnar verið einkamál. En Karl er með þessu að reyna að koma í veg fyrir vangaveltur fjölmiðla og einnig sýna samhug með öllum þeim sem eru að greinast með krabbamein. Núna er fullt af fólki að tala um ferlið og hvað þetta þýðir og það er ekkert feimnismál, en samt fær Karl frið til að takast á við þetta.
Það að Karl muni ekki sinna opinberlegum heimsóknum á næstunni, setur álag á aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar. Vilhjálmur tilkynnti fyrr í dag að hann myndi koma aftur til starfa opinberlega eftir að hafa tekið sér leyfi til að sinna Katrínu og fjölskyldunni, en Katrín fór í aðgerð í byrjun janúar og mun vera heima að ná sér þangað til eftir páska. Sem þýðir að Katrín mun ekki heldur vera að sinna opinberum heimsóknum. Sem þýðir að Vilhjálmur, Kamilla, Anna, Edward og Sophie eru þau sem munu þurfa að sinna skyldum konungsfjölskyldunnar og því án efa margt sem þarf að hætta við. (Andrew er ekki með í þessar upptalningu af augljósum ástæðum).
Það er í svona aðstæðum sem mér finnst ég finna að það vantar Harry og Meghan inn í konungsfjölskylduna. Þetta væri tækfæri til að nýta þau sem meðlimi konungsfjölskyldunnar til að dreifa betur skyldunum. En það er spurning hvort að Harry muni eitthvað koma aftur inn í starfið núna þegar hann kemur í heimsókn? Það er einnig spurning hvort að þessar fréttir verði til þess að þeir bræður nái eitthvað saman.