Þessi færsla mun vera tilraun til að útskýra hverju við eigum von á í krýningarathöfn Karls á laugardaginn. Myndirnar sem eru notaðar í færslunni eru flestar frá krýningarathöfn Elísabetar 1953 til að það sé auðveldara að sjá þetta fyrir sér.
Karl og Kamilla munu mæta til Westminster Abbey kl. 9:53 og ganga þá upp langa ganginn í Westminster Abbey. Biskupinn af Durham og Biskupinn af Bath og Wells munu fylgja konunginum, og einnig munu konungsgersermar sem notaðar verða í athöfninni verðar færðar inn í kirkjuna í skrúðgöngu.
Þrjú skrautsverð verða borin inn í kirkjuna, það fyrsta, Sword of Temporal Justice, táknar hlutverk konungs sem æðsti foringi hersins. Sword of Spiritual Justice táknar hlutverk konungs sem verndari trúarinnar og Sword of Mercy táknar miskunn konungs.
Athöfnin hefst síðan á því að Erkibiskupinn af Canterbury ber kennsl á þann sem á að krýna. Þetta er gömul hefð frá því þegar ekki allir vissu hvernig kóngafólk leit út.
Karl mun standa við hliðina á Krýningarsætinu (Coronation Chair) og verður í raun sýndur öllum sem eru viðstaddir. Erkibiskupinn mun síðan snúa sér að öllum hliðum kirkjunnar og biðja viðstadda um að staðfesta að þetta sé í raun rétti maðurinn. 1953 þýddi Morgunblaðið ávarp erkibiskups: Herrar mínir, ég kynni yður hér með Elísabetu, drottningu, sem er viðurkennd drottning yðar. Eru allir þeir, sem hér eru saman komnir, fúsir til að votta henni hollustu og taka hana fyrir drottningu?” Ætlast er til að gestir svari spurningunni með “God Save the King”
Næst á dagskrá er eiðurinn.
Karl mun stija í Chair of Estate við altarið og sverja eið um að stjórna þegnum sínum eftir lögum ríksins. Einnig að viðhalda lögum og réttlæti. Hefðin er að sverja eið um að viðhalda hinni einu sönnu trú en það er orðið vel þekkt að Karl ætlar að breyta þessu til að virða önnur trúarbrögð þó að hann sé sjálfur kristinn.
Karl mun síðan fara að altarinu og sver eið með því að setja hægri hendina á biblíuna, og segir orðin “The things which I have here before promised. I will perform and keep. So help me God.” Hann kyssir síðan biblíuna og skrifar undir eiðinn.
Smurning
Karl mun færa sig yfir í krýningarstólinn fyrir heilagasta hluta athafnarinnar. Stóllinn er yfir 700 ára gamall og var hannaður af Edward I til að vera ofan á krýningarsteininum, eða Örlagasteininum. Steininn er eitt af krýningardjásnum Skotlands og það að sitja á stólnum merkir að Karl verður einnig konungur Skotlands. Steinninn var fluttur til London frá Edinborg í seinustu viku við mikla athöfn.
Erkibiskupinn mun hella helgri olíu, sem var sérstaklega gerð fyrir krýninguna, á hina fornu krýningarskeið, sem er talin vera frá 1349, og bera olíuna á hendur konungs, brjóstkassa og höfuð. Þessi hluti krýningarinnar á uppruna sinn í gamla testamentinu og er til að sýna að konungurinn er valinn af guði og er í raun gerður heilagur með þessari athöfn. Þessi hluti athafnarinnar verður falinn áhorfendum með sérstöku tjaldi þar sem þetta er heilagasta stund athafnarinnar. Einnig er ekki talið við hæfi að sýna olíu vera borna á Karl. Samkvæmt hefð ætti Karl að vera klæddur í einfaldan hvítan kirtil.
Næst kemur ríkiseplið sem táknar kristið vald konungs í heiminum. Ríkiseplið er sett í hægri hönd konungs.
Síðan fær Karl safírhring á hægri hönd sem ber heitið Sovereign’s Ring. Minnir mig alltaf á íslenska fánann! Hringurinn er tákn um virðurleika konungs og skuldbindingu konungs við þegna sína.
Hásætið
Eftir krýninguna mun Karli verða fylgt frá krýningarsætinu yfir í hásætið. Þessi breyting táknar að hann hefur núna tekið við konungsríkinu. Erkibiskup mun fara með bæn.
Hollustueiður
Meðan Karl situr í hásæti sínu munu biskuparnir (og mögulega aðrir trúarleiðtogar?) krjúpa fyrir framan konung og hylla hann.
Áður fyrr hefur þessi hluti verið sá lengsti í athöfninni, en á eftir biskupunum var hefðin að æðstu embættismenn ríkisins og aðalsmenn hylltu konung/drottningu og sóru hollustu sína. Þegar Elísabet var krýnd var Filippus sá fyrsti sem sór hollustu sína.
Karl hefur ákveðið að stytta athöfnina með því að breyta þessum hluta. Það verður einungis Vilhjálmur sem mun krjúpa og sverja hollustu sína. Eftir það mun almenningur hafa tækifæri til að sverja hollustu sína á sama tíma, en almenningi er boðið að segja orðin:
Þessi almennings hollustueiður hefur ekki farið vel í fólk og er meira gert grín að honum frekar en að þetta sé tekið alvarlega. En þetta er frumlegt, Karl má eiga það. Verður áhugavert að sjá hvort fólk muni taka þátt í þessu.
Eftir þetta mun Kamilla vera smurð, vígð, og krýn í mun minni athöfn.
Vígsla
Eftir þetta mun Karl verða klæddur gullskikkju úr silki. Hann mun síðan taka við þjóðargersemunum. Fyrst eru það gullnu sporarnir (sem tákna riddaragildi eins og að verja þá sem minna mega sín), gullna sverðið eða The Jewelled Sword of Offering, sem táknar völd konungs. Erkibiskupinn mun samt blessa sverðið fyrst áður en það er rétt Karli. Svo halda halda gersamirnar áfram, næst koma gull armbönd sem eru sett á Karl. Þau tákna visku og einlægni og eru gömul tákn fyrir riddaramennsku.Næst kemur ríkiseplið sem táknar kristið vald konungs í heiminum. Ríkiseplið er sett í hægri hönd konungs.
Síðan fær Karl safírhring á hægri hönd sem ber heitið Sovereign’s Ring. Minnir mig alltaf á íslenska fánann! Hringurinn er tákn um virðurleika konungs og skuldbindingu konungs við þegna sína.
Að lokum eru tveir veldissprotar settir í sitthvora hendi konungs, held að ríkiseplið sé fjarlægt, sprotarnir heita Sceptre with Cross og Sceptre with Dove. Fyrri táknar stjórn konungs og seinni hlutverk hans sem trúarleiðtogi.
Það eru áreiðanlegar heimildir fyrir því að það verði ekki bara biskupar sem munu rétta Karli þessar gersemar heldur munu trúarleiðtogar annarra trúa einnig taka þátt til að sýna fjölbreytni trúarbragða í Bretlandi í dag.
Krýning
Loksins er svo komið að aðal augnablikinu. Erkisbiskupinn mun taka St. Edward’s Crown af altarinu. Kórónan er eingöngu notuð við krýningarathafnir og er skreytt með 2868 dementum. Kórónan var búin til árið 1661 fyrir Karl II og er eitt af elstu krýningardjásnum Bretlands. Hún vegur um 2,2 kg og því verulega þungt að hafa hana á höfði, það er orðin fræg saga að Elísabet æfði sig að vera með hana á höfðinu eins og við sáum í The Crown. Einnig man Karl eftir því að mamma hans hafi kíkt á hann í baði með kórónuna á höfðinu.Erkbiskup fer með háfleyg orð og setur kórónuna á Karl. Á þessum tímapunkti er þjóðsöngurinn sunginn.
Hásætið
Eftir krýninguna mun Karli verða fylgt frá krýningarsætinu yfir í hásætið. Þessi breyting táknar að hann hefur núna tekið við konungsríkinu. Erkibiskup mun fara með bæn.
Hollustueiður
Meðan Karl situr í hásæti sínu munu biskuparnir (og mögulega aðrir trúarleiðtogar?) krjúpa fyrir framan konung og hylla hann.
Áður fyrr hefur þessi hluti verið sá lengsti í athöfninni, en á eftir biskupunum var hefðin að æðstu embættismenn ríkisins og aðalsmenn hylltu konung/drottningu og sóru hollustu sína. Þegar Elísabet var krýnd var Filippus sá fyrsti sem sór hollustu sína.
Karl hefur ákveðið að stytta athöfnina með því að breyta þessum hluta. Það verður einungis Vilhjálmur sem mun krjúpa og sverja hollustu sína. Eftir það mun almenningur hafa tækifæri til að sverja hollustu sína á sama tíma, en almenningi er boðið að segja orðin:
I swear that I will pay true allegiance to Your Majesty, and to your heirs and successors according to law. So help me God.Erkibiskupinn mun síðan kalla “God Save the King” og allir í kirkjunni svara “God save King Charles. Long live King Charles. May the King live for ever.”
Þessi almennings hollustueiður hefur ekki farið vel í fólk og er meira gert grín að honum frekar en að þetta sé tekið alvarlega. En þetta er frumlegt, Karl má eiga það. Verður áhugavert að sjá hvort fólk muni taka þátt í þessu.
Eftir þetta mun Kamilla vera smurð, vígð, og krýn í mun minni athöfn.
Allt á þetta siðan að vera búið kl. 12 á íslenskum tíma. Þá fer skrúðganga af stað frá Westminster Abbey til Buckinhamhallar og Karl og Kamilla munu vera um borð í gullvagninum frá 1762.