Það er margt framundan næstu vikuna og heilmikið búið að tilkynna varðandi krýningarathöfnina, tónleikana og margt annað.
Föstudagurinn 5. maíKvöldið fyrir krýningardaginn mun vera boð í Buckinhamhöll fyrir alla leiðtoga Samveldisins. Einnig mun kóngafólki Evrópu verða boðið. Síðan verður kvöldverður í Buckinghamhöll, en orðrómurinn er samt að Karl muni láta sig hverfa snemma og vera kominn í háttinn um kl. 18!
Laugardagurinn 6. maí
Það verður mikið um lokanir í Lundunum og þeir staðir sem verða bestir til að fylgjast með krýningarskrúðgöngunni verður lokað kvöldið áður og opna ekki fyrr en 6 um morguninn. Krýningarathöfnin sjálf mun hefjast kl. 11 á breskum tíma (kl. 10 á íslenskum tíma).
- RÚV mun vera með útsendingu sem hefst kl. 8:45 á RÚV2. Með íslenskum þulum.