Vilhjálmur og Katrín gagnrýnd

Vilhjálmur og Katrín hafa verið að fá talsverða gagnrýni á sig undanfarna daga sem á alveg rétt á sér. 

Þau hafa lítið sést opinberlega það sem komið er af ári, og hafa lítið verið í heimsóknum. Þau hafa vissulega bæði sinnt góðgerðarverkefnum sínum, Katrín kom af stað herferð tengd Early Years og Vilhjálmur hefur sinnt slatta af fundum fyrir Earthshot. En það sem fólk er að spyrja núna er hvort það sé nóg núna þegar þau eru erfingjarnir? Er ekki kominn tími til að þau sjáist gera meira og verði sýnilegri.


Þessi gagnrýni sem er núna er útaf því að Katrín og Vilhjálmur hafa ekkert sést síðan börnin fóru í páskafrí fyrir um mánuði síðan. En í Bretlandi er fríið lengra en hér á landi. Hingað til hefur því oft verið sýnt skilning að Vilhjálmur og Katrín virðast taka sér frí frá sviðsljósinu þegar bönrin eru í fríi, en aftur er spurning hvort að það þurfi að breytast núna þegar þau eru Prinsinn og Prinsessan af Wales. 


Þau eru örugglega bæði, og sérstaklega Vilhjálmur, staðráðin í að veita börnunum sem eðlilegast fjölskuyldulíf, en núna er fólk og fjölmiðlar að pæla hvort að þau þurfi ekki að fara að taka vinnu sína alvarlega líka. 


Þau sinna bæði mikilli vinnu bakvið tjöldin, sækja fundi sem eru ekki gerðir opinberir og eru að rannsaka og lesa sér til. Það sést á verkefnum þeirra að þau taka þau alvarlega og afla sér upplýsinga. 


En það sem virðist vera núna er að breska þjóðin vill sjá þau sinna fleiri minni heimsóknum, eins og þegar þau opnuðu nýjan spítala fyrr á árinu. Heimsóknir þar sem þau hitta fólk og sjá hvað er að gerast, þar sem þau nota sitt sviðsljós til að vekja athygli á störfum annarra. 


Síðan eru vissulega alltaf orðrómar um að þau hreinlega megi ekki gera meira en þau gera. Það séu Karl og Kamilla sem vilji núna vera í sviðsljósinu og vilji verða vinsælari núna þegar þau eru að taka við, og vilja að Katrín og Vilhjálmur haldi aðeins aftur af sér á meðan. Frásögn Harry í bókinni sinni ýtir undir þessa kenningu, en hann segir þar frá að Karl og Kamilla hafi oftar en einu sinni hreinlega skammað V&K fyrir að vera of mikið í sviðsljósinu. 


Vilhjálmur og Katrín eru núna vinsælustu meðlimir konungsfjölskyldunnar en ég verð að segja að ég er sammála að núna með nýjum hlutverkum væri gott að sjá þau sinna fleiri skyldum og gera meira. Mér finnst þau alveg geta skipt með sér dögum hvenær þau eru að vinna og ekki kannski verið alltaf að vinna, en já, sjáist meira.