Harry og Meghan gáfu út heimildaþætti um samband sitt og sína sögu á Netflix. Þættirnir voru sýndir í tveimur hlutum, 3 þættir í senn, með viku millibili. Ég deildi mínum pælingum í story á Instagram en ákvað að taka saman og setja á bloggið líka. Ef þið eruð eitthvað hikandi með að horfa á seríuna, en eruð samt forvitin þá mæli ég með að horfa fyrst á seinni hlutann (þætti 4-6).
- Dagsetningarnar vekja athygli. Þann 8. des kom fyrri hlutinn út, en þá voru 3 mánuðir síðan Elísabet féll frá og 15. desember var sama dagsetning og jólatónleikar Katrínar, Together at Christmas.
- Stiklurnar fyrir þættina hafa einnig fengið gagnrýni, aðallega fyrir að nota myndefni sem hefur ekkert með Harry og Meghan að gera, til að byggja upp spennu. T.d. annað myndefni notað til að gefa í skyn að þau hafi verið mikið ljósmynduð, en það var samt raunveruleikinn þannig skil ekki að það hafi verið erfitt að finna myndefni fyrir það.
Punktarnir hérna fyrir neðan eru úr því sem ég setti á story eftir að hafa horft á þættina.
Fyrir hluti
- Mér fannst fyrri hlutinn ekkert spes. Vissulega nýjar upplýsingar sem koma fram en samt bara smáatriði sem skipta ekki öllu, en fyrstu þættirnir eru augljóslega hannaðir til að fá áhorfendur til að falla fyrir þeim og sýna þeim samúð.
- Leiðinlegt að sjá þau fjalla um Samveldið í svona slæmu ljósi þar sem þau voru í stóru hlutverki fyrir það þegar þau voru starfandi meðlimir.
- Sagan um rasisma í Bretlandi og þrælahald var reyndar áhugavert og lærdómsríkt. .
- Þættirnir byrja á yfirlýsingu um að höllin hafi ekki svarað þegar hún fékk tækifæri til þess. En það var mjög dramatískt, meira um það seinna.
- Harry og Meghan nota mikið videodagbækur fá því þau voru að hætta. Sem sýnir okkur hvað þau hafa verið lengi að safna efni fyrir þættina. Í þáttunum segja þau að vinur þeirra hafi sagt þeim að taka sig upp til að muna hvað gerðist... spurning hvort sá vinur vinni hjá Netflix?
- Þau tala líka um að þetta sé í fyrsta sinn sem þau segja sína sögu, og þetta sé í fyrsta sinn sem þau mega það. En hvað var þá Oprah viðtalið? Og öll viðtöl síðan þá?
- Það er klárt mál að þegar þau hættu snerist það aldrei um að eiga einkalíf eða að fá næði, þau vilja frekar hafa fulla stjórn á hvernig er fjallað um þau. Gagnrýnin er á hvernig konungsfjölskyldan vinnur með fjölmiðlum, með því að leka sögum o.fl. en þættirnir koma líka inn á að konungsfjölskyldan þarf fjölmiðla til að halda í vinsældir sínar. Alls ekki fallegur leikur en skil ekki hvernig þau ætla að betrumbæta það með svona leiðum? Myndi frekar vilja sjá þau nota samfélagsmiðla og koma þannig þeirra upplýsingum beint til almennings.
- Fannst samt flott hvernig við sjáum frá lífi þeirra, og sjáum krakkana en samt þannig þau eru aldrei mikið í mynd. Fannst þó við stundum sjá of mikið af persónulegum augnablikum. Eitt af sjarmanum við konungsfjölskylduna er að vita ekki hvernig þeirra persónulega líf er.
- Margir hafa gagnrýnt atriði þar sem Meghan er að sýna annað hvort Archie eða Lillibet mynd af Díönu og þau tala um hana sem "Ömmu Díönu," mér fannst það samt bara krúttlegt.
- Get samt ekki söguna af því þegar hún hitti Elísabetu í fyrsta skipti. Skil ekki hvernig Harry undirbjó hana ekki betur fyrir að hitta drottninguna. Og finnst það vera á honum ef það var eitthvað vandræðalegt. En svipurinn á Harry meðan Meghan segir ýkta útgáfu af því sem gerðist, segir mér að hann sé mögulega sammála mér.
- Meghan talar um að hún elski að faðma fólk og það hafi komið henni á óvart hversu formleg Vilhjálmur og Katrín voru í fyrsta skipti sem hún hitti þau. Held að það komi ekki mörgum á óvart að Vilhjálmur og Katrín geti verið formleg við fólk sem þau þekkja ekki og kannski smá menningarárekstur þarna. En þetta er klárlega atriði sem er til að fá fólk til að tengja betur við Meghan, og minna við restina af konungsfjölskyldunni. Held samt líka að við erum öll ólík þegar við hittum fólk í fyrsta sinn og það er bara allt í góðu...
- Þættirnir fjalla einnig um í byrjun að konungsfjölskyldan búi í einhverskonar búri og að það sé erfitt að treysta þeim sem eru í kringum þau. Þau þurfi að vera mjög vör um sig í kringum starfsfólk og vini. Síðan tala þau um að Meghan var hissa að Vilhjálmur og Katrín voru þegar hún hitti þau í fyrsta sinn. Harry talar um að fjölskyldan hafi ekki fyrst séð fram á að sambandið myndi gang upp þar sem Meghan væri amerísk leikkona. Sem kannski spilar inn í allt.
- Það er ekki hægt að segja að Meghan hafi ekki orðið fyrir áreiti, en held að munurinn á henni og öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar séu samfélagsmiðlar og netið.
- Þau tala samt um að ljósmyndarar eru að elta þau og gagnrýna mikið bresku pressuna. En lögin í Bretlandi eru orðin strangari varðandi þetta t.d. út af því sem gerðist með Díönu. Allt myndefni í þáttunum þar sem ljósmyndarar eru að elta þau eru í öðrum löndum en í Bretlandi. En vissulega er þessir ljósmyndarar oft á vegum breskra blaða.
- Ástarsaga Harry og Meghan mjög falleg, og fallegt hvað þau eru tilbúin til að gefa mikið upp til að vera saman. Meghan gaf upp sitt líf til að giftast Harry og Harry gaf upp allt sitt til að flytja með henni til Bandaríkjanna. Sagan þeirra er í raun ótrúleg, það verður ekki tekið af þeim.
- Höllin hefur ekkert svarað, en hefur þó gefið út að Harry og Meghan verður boðið í krýningu Karls, þó svo að það sé ekki búið að gefa út gestalista. En það er þó spurning um hvort þau mæti.
Seinni hluti
- Mér finnst seinni hlutinn vera mun betri en fyrri hlutinn.
- Saga Harry og Meghan er krúttleg og það er mikið af skemmtilegu efni sem er sýnt, mér fannst gaman að sjá frá brúðkaupsveislunni þeirra. Í Skandinavíu er alltaf sýnt frá konunglegum brúðkaupsveislum en alltaf mikil leynd yfir þeim bresku. Seinni hlutinn fjallar líka um það þegar þau hættu og hvernig það fór fram. Þau fara alveg ágætlega ítarlega í það, og tala líka um Daily Mail kærumálið.
- Þættirnir samt sýna þau sem mikil fórnarlömb og ef að fólk hefur ekki fylgst mikið með þá er auðvelt að sjá bara þeirra hlið á málinu.
- Mér finnst mjög skondið að þau kalli hvort annað H&M, enda stytti ég nöfnin þeirra næstum alltaf bara í upphafsstafina þegar ég fjalla um þau á Instagram.
- Þættirnir eru eru ágæt áminning að það er mjög illa komið fram við þau, og það var farið illa með Meghan. Og að þetta hefur verið erfitt fyrir þau. Þau hafa misst mjög mikið og gengið í gegnum erfiða hluti. Þau eiga alveg rétt á að segja sína sögu.
- Okkar ímynd af þeim, sérstaklega Meghan, er líka mjög lituð af umfjöllun fjölmiðla eins og Daily Mail. Mikið af fréttum hér á landi eiga uppruna frá bresku blöðunum (eðlilega). Það er mjög hollt að vera smá gagnrýnin á það sem maður les og heyrir.
- Þetta er samt ekki í frysta sinn sem þau segja sína sögu, og ekki í það seinasta. Og í sumum tilvikum eru þau að græða á því.
- Mér fannst koma mjög skýrt fram að mörgum í fjölskyldu Harry líkar ekki við Meghan, það eru til margar kenningar um af hverju, en ég held það sé óhætt að segja að það er eitthvað þarna í gangi. T.d. að Sandringham fundurinn hafi verið skipulagður eftir að Meghan var farin aftur til Bandaríkjanna. Fundur sem var til að ræða framtíð Harry og Meghan. Alveg góður punktur hjá henni að það er skrítið af hún var ekki með. En síðan segir Harry að hann hafi tekið þessa ákvörðun og lætur hljóma eins og hann hafi ekkert rætt þetta við konuna sína...
- Ég held að Meghan hafi alltaf, og ennþá, viljað vel. Hún bara sér hlutina öðruvísi, sem er erfitt í stofnun sem byggist á aldargömlum hefðum og lögum. Þegar hún talar um hvað henni leið illa og hvað hún var hrædd er hræðilegt að horfa á. Ég hef mikla samúð með henni varðandi það. Mér finnst ekki hægt að gera lítið úr því.
- Þættirnir staðfesta líka það sem mörgum hefur grunað lengi, að þau vildu aldrei hætta. Þau vildu halda áfram að vera starfandi meðlimir en bara á sínum forsendum.
- Þau tala oft um að "þau" bönnuðu þetta og hitt, en taka ekki fram hverjir það eru. Eru það starfsmenn Elísabetar? Karl og hans fólk? Er það þeirra eigin starfsfólk? Var það alltaf sama fólkið eða bara allir?
- Það sem kom mér mest á óvart var þegar Harry talaði um lekana. Mér fannst svakalegt þegar hann sagði að skrifstofa Vilhjálms hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu frá þeim bræðum sem Harry vissi aldrei af... og finnst ólíklegt að Harry sé svo, já heimskur, að ljúga þessu. Harry talar líka um að hann og Meghan hafi lengi verið að hugsa um að flytja frá Bretlandi, og að það hafi verið búið að samþykkja að þau myndu flytja til Suður-Afríku en því var svo lekið og hætt við plönin. ég man etir þessum orðrómum um að þau ætluðu að flytja til Suður-Afríku og fannst það frekar ólíklegt þegar ég las það fyrst. Hafði greinilega rangt fyrir mér. Mér finnst þessi saga líka kenna okkur að mikið af fréttum frá "ónefndum aðila innan hallarinnar" eru réttar og sannar.
- Lekin um að þau ætluðu að hætta var tekið fyrir í þáttunum sem BBC gerði, The Princes and the Press. Þar var fjallað um að Harry og Meghan voru í raun neydd til að gefa út yfirlýsingu á Instagram af því það var verið að hóta þeim að birta fréttina. Kom á óvart að þetta var ekkert tekið fyrir í Netflix þáttunum. Fannst samt líka svakalegt að heyra að smáatriði í pósti frá Harry til Karls hafi verið komið í fjölmiðla bara nokkrum dögum seinna. Það er augljóst að á þessum tíma var mikið af í höllinni.
- Ég skil vel að þau hafi verið reið og pirruð í þessum aðstæðum. En ég held samt líka að Harry hafi bara verið að leita að leið til að komast út úr þessu. Ég fékk á tilfinninguna að það sé mikil reiði í honum gagnvart stofnunni, og grunar ar að sé út af mörgu öðru en bara þessu. Það sést hversu stutt Harry og Meghan voru hluti af konungsfjölskyldunni að Harry var fljótt tilbúinn til að koma sér burt. Og það gleður mig að heyra hann segja að honum líði betur í Bandaríkjunum. En finnst leiðinlegt að hann hefur misst mikið sambandið við fjölskyldu sína og vini í Bretlandi.
- Finnst næstum furðulegt að Harry og Meghan hafi mætt á Jubilee í sumar eftir að hafa hlustað á þeirra hlið. En kemur ekki á óvart núna að þau hitta aldrei Vilhjálm og Katrínu og eru alltaf mjög stutt. Draumurinn minn um mynd af öllum frændsystkinunum er held ég dauður.
- Harry talar um að á Sandringham fundinum hafið Vilhjálmur verið að öskra á sig, Karl ekki sýnt neinn skilning og Elísabet setið hjá og hlustað. Það er mjög þekkt að báðir bræðurnir eru með ansi stórt skap, og sögur um að þeir báðir hafi oftar en einu sinni öskrað á starfsfólk sitt. Ég hef líka ða lesið að Vilhjálmur er þekktur fyrir að vera snöggur að biðjast afsökunar og játa mistök og Harry er örugglega eins. En þessi saga kom ekki á óvart, kom hins vegar á óvart að Harry hafi sagt alheimi frá þessu.
- Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá að þeir bræður virðast vera að endurtaka leikinn sem foreldrar þeirra voru í. Harry talar um að Vilhjálmur hafi brotið samning sem þeir gerðu um að verða ekki eins og foreldrar sínir. Og ef þetta er allt rétt hjá Harry þá myndi ég segja að þeir eru báðir sekir um að brjóta samninginn. Af því Harry er að tala mjög illa um bróður sinn opinberlega og mér finnst þessir þættir gera Vilhjálm að vonda karlinum. Sem ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að trúa.
- Í þáttunum t.d. sýna þau að Harry fær skilaboð frá Vilhjálmi eftir Oprah viðtalið og viðbrögðin þeirra sýna að þau eru í uppnámi. En þau gefa ekkert í skyn um hvað stendur í skilaboðunum sjálfum. En þættirnir láta þetta líta út, sérstaklega eftir að Harry talar um að Vilhjálmur hafi öskrað á hann, að þetta sé bara Vilhjálmur að skammast meira. En við vitum ekkert hvað stóð þarna.
- Harry og Meghan tala um að stefnan hafi verið að gera bara ekkert þegar var fjallað ulla um Meghan, og að aðrir meðlimir hafi lent í því og komist yfir það. og það er rétt, t.d. hafa bæði Sophie og Katrín orðið fyrir mjög miklu áreiti fjölmiðla sérstaklega þegar þær komu fyrst inn í fjölskylduna. Held að það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að höllin svari hverri einustu frétt sem er ekki sönn. Fannst smá eins og Harry og Meghan hafi séð það fyrir sér.
- Ég held að Harry og Meghan hafi bara ekki verið nógu lengi starfandi meðlimir til að láta reyna á þetta. Þau byrjuðu snemma að vera með mótþróa við fjölmiðla sem varð til þess að fjölmiðlar urðu leiðinlegri (skv. rannsókn BBC). Það var fjallað mjög vel í byrjun um Meghan, en tók síðan breytingum. Þættirnir eru samt góð samantekt, og það er spurning hvort að Harry og Meghan hafi verið brennd eftir allt málið með föður Meghan að þetta byrjaði illa.
- Finnst þau líka ekki hafi verið nógu lengi til að geta sagt að höllin hafi verið reið og pirruð yfir að Harry og Meghan hafi stolið sviðsljósinu. Höllin hefur áratuga reynslu á því að pör eru alltaf vinsælust fyrst eftir að þau giftu sig og höllin er alltaf með mikla reynslu að nýir kvenkyns meðlimur fá oftast mestu athyglina. Það var mikill áhugi fyrir Meghan af því að hún var ný og fersk. En get samt alveg séð fyrir mér að þessi saga Harry og Meghan um að þau hafi fundið fyrir pirringi við morgunverðarborðið , að aðrir meðlimir finni fyrir vonbrigðum að það er ekki fjallað um þeirra málefni. En finnst mjög spes að þetta hafið verið eitthvað stórmál.
- Það er mjög mikið sýnt frá seinustu vikunni þeirra í Bretlandi, áður en þau hættu. Og mér brá að sjá hvað efnið var í góðum gæðum og velti fyrir mér hvort að þau hafi verið með ljósmyndara með í för? Sem mér finnst smá spes? T.d. þegar það er sýnt að þau eru að pakka.
- Harry og Meghan voru bæði mikill missir fyrir konungsfjölskylduna, þau náðu betur til yngra fólks og náðu til fólks sem aðrir meðlimir gerðu minna. En fannst þættirnir ganga full langt ,eð því að gefa í skyn að Meghan myndi halda löndum í Samveldinu. Finnst það setja ansi mikla pressu á hana.
- Harry tjáir sig síðan um öryggismálið, og ég held við getum öll verið sammála um að þau voru að fá hótanir og gengið ansi langt til að ná myndum af þeim. En Harry talar alltaf eins og það að taka öryggislið þeirra hafi verið einhver refsiaðgerð. Það var þeirra vilji að vera fjárhagslega sjálfstæð og taka ekki við skattpeningum, en það eru einmitt skattpeningar sem borga fyrir öryggi konungsfjölskyldunnar. Og því er stjórnað af lögreglunni og og stjórnvöldum, ekki konungsfjölskyldunni. Skil ekki hvernig þetta átti að ganga upp?
- Og þar sem þau voru að fá svona mikið af hótunum, skrítnum pökkum o.fl. sem þau hafa alveg fært sannanir fyrir - hvernig kom þetta mál ekki upp strax? Harry talar eins og það hafi komið honum á óvart að þau hættu að fá öryggi. Þegar þau voru flutt í annað land, hætt að sinna skyldum og vildu ekki taka við skattpeningum. Gátu þau ekki gert eigin ráðstafanir áður en þau hættu? Að passa að þetta væri allt komið. Þau virðast vera með sitt eigið teymi í dag, en var þá ekki hægt að skipuleggja það frá byrjun.
- Harry segir samt líka "we had no plan" og ég fékk bara vá það hlaut að vera. Hef alltaf furðar mig á því undanfarin ár hvert þau stefna eða hvaða framtíð þau sjá fyrir sér og skil núna að þau voru bara alls ekki með neitt plan. Það útskýrir líka að það er bara fyrst núna að koma einhver sýn á hvað þau eru og vilja gera.
- Mér finnst Harry koma ansi illa út úr þessum þáttum, mér fannst hann líka kom illa út úr Oprah viðtalinu. Og er með svo margar spurningar þegar hann er að segja frá. T.d. nefnir Harry að staðsetningin þeirra í Kanada hafi verið gerð opinber 6 vikum eftir að þau fluttu þangað og sama gerðist 6 vikum eftir að þau fluttu til Kanada. Hann segir líka að að fjölskyldan hans hafi ekki ekki einu sinni vitað af þau hefðu flutt til Bandaríkjanna. Hvernig komst þá Daily Mail að staðsetningu þeirra? Er Harry að ýja að því að höllin hafi lekið þessu, en hvernig þá? Vantar aðeins smáatriðin.
- Við sjáum mjög lítið af starfsfólki þeirra í þáttunum, það er aðallega í seinasta þættinum sem við sjáum þau sem vinna fyrir Archewell. Mér fannst þættirnir gefa ú skyn að það sé bara eldra og íhaldssamt fólk sem vinnur í kringum konungsfjölskylduna þegar t.d. starfsfólk Harry og Meghan hefur alltaf verið fjölbreyttur hópur og oftast yngra fólk. Þannig hverjir eru þetta þau sem bönnuðu allt?
- Þau tóku sig einnig upp við að horfa á Oprah viðtalið og tala um að vera hissa að helsta fréttin eftir viðtalið hafi verið kommentið um húðlit Archie en ekki vanlíðan Meghan. Hélt að þau væru reyndari þegar kemur að fjölmiðlum eftir allt sem hefur gengið á, en sýnir okkur líka að þau eru það ekki? Þau vilja bara koma sinni sögu út og segja sína hlið en átti sig kannski ekki á hvaða afleiðingar það getur haft... Frekar en að þeim er sama. Held að þau séu í stríði við bresku slúðurblöðin en átta sig ekki á hvaða afleiðingar það getur haft.
- Það var meira sýnt af Archie í seinni hlutanum, og fannst það stundum aðeins of mikið. Mikið af mómentum þar sem þau eru bara að vera fjölskylda. Sem er gaman að sjá en fannst það vera of mikið, sumt þarf kannski ekki að vera til fyrir allan heiminn að sjá. En við sjáum samt líka að þau eru ástúðlegir og flottir foreldrar og þau líta út fyrir að vera mjög hamingjusöm fjölskylda.
- Það er ekkert farið út í umræðuna um nafnið á Lili, sem fær mig til að hugsa að það hafi kannski verið blásið aðeins upp. En samt spes að þau hafi ekki viljað leiðrétta það.
- Það er líka skýrt að Harry er mjög reiður. Hann kennir t.d. Daily Mail um fósturmissinn. En kærumálið vegna bréfsins til föður Meghan var mjög langt of ljótt ferli.
- Ég skil líka ekki af hverju þau máttu ekki kæra birtingu bréfsins strax? AF hverju fengu þau ekki svar þegar þau töluðu um það? En síðan kærði Meghan Daily Mail sem einstaklingur, og held að ferlið hafi byrjað áður en þau hættu. Held líka að þau hafi alltaf þurft að kæra sem einstaklingar, höllin hefði ekki getað kært fyrir þau. Skil ekki alveg söguna þarna.
- Dómsmálið var mjög ljótt. Meghan vann málið og alveg rétt að kæra birtingu bréfsins þar sem það er stórt brot á hennar einkalífi. Það sem gerðist samt er að það kom margt í ljós þegar Jason Knauf kom fyrir rétt, margt sem fjölmiðlar tóku upp og skrifuðu um. En Meghan vann samt málið.
- Það stærsta sem kom fram þá var að Harry og Meghan komu að gerð Finding Freedom bókarinnar. Þau áttu tölvupóstsamskipti við Knauf um hvað ætti að koma fram í bókinni og bentu á staðreyndir sem væri gott að skrifa um. Þau töluðu líka um að það væri mikilvægt að þau gætu neitað því að hafa hjálpað til við bókina. Knauf síðan hitti höfundana og lét þau hafa upplýsingar. Þessir tölvupóstar eru opinber sönnunargögn í dag. Það er mikið bent á að lögfræðingar Meghan höfðu áður neitað því að Harry og Meghan hefðu hjálpað til við bókina og þegar Meghan svaraði dómara um málið, sagði hún að hún hefði gleymt þessum samskiptum. Þetta er oft notað sem dæmi um að Meghan hafi logið og lögfræðingar hennar líka.
- En þetta gæti verið ein af ástæðunum fyrir því að þau voru í svona miklu uppnámi þegar þau komast að því að Knauf muni vera vitni í málinu. En vissulega líka ástæða að fyrrum starfsmaður þeirra sé að gefa upp upplýsingar um þau. En reiðin þeirra virðist beina að Vilhjálmi. Að hann hafi skipulagt þetta til að gera þeim erfitt fyrir. En Knauf vinnur í dag fyrir Vilhjálam og Katrínu. Hann er líka sá starfsmaður sem vakti athygli á að hann hefði áhyggjur af líðan hjá starfsfólki Harry og Meghna.
- Í lok seinasta þáttarins er yfirlýsing frá Knauf um að bæði lögfræðingar Meghan og Daily Mail óskuðu eftir vitnisburði hans og að þetta tengist ekki Vilhjálmi og Katrínu. Síðan kemur yfirlýsing frá lögfræðingum Meghan um að þau hafi aldrei óskað eftir vitnisburði hans.
- Talandi um yfirlýsingar þá er bara vitnaði í yfirlýsingu Meghan um eineltismálið og síðan sagt að tímasetningin hafi verið spes. Blaðamaðurinn sem kom upp um málið, eða skrifaði um það fyrstur, sagði á sínum tíma að ef hann hefði beðið með að skrifa um þetta eftir Oprah viðtalið þá hefði þetta litið út fyrir að vera hefndaraðgerð fyrir það sem þau myndu segja í viðtalinu. Það sé ástæðan fyrir tímasetningunni. En það eru svo margar sögur um framkomu Meghan við starfsfólk að það er erfitt að trúa því að það sé ekkert á bakvið þær. Mig grunar samt að Meghan vilji vel en sé mjög kröfuhörð og vinni oft á tímum sem öðrum finnst ekki við hæfi. Er ekki að afsaka neitt en við vitum líka núna að henni leið mjög illa á þessum tíma og var mjög stressuð. Sem hjálpar kannski við að skilja hvað gekk á.
- Kenningin er síðan að það mál sé ástæðan fyrir að fjölskyldunni líki illa við Meghan. Höllin er búin að rannsaka málið með hjálp utanaðkomandi aðila og varð til þess að verkferlum var breytt en skýrslan og innihald hennar munu aldrei vera gerð opinber. Sem segir okkur líka að það er eitthvað sem höllin vill ekki að fólk viti.
- Gagnrýni þeirra á bresku pressuna á samt því miður alveg rétt á sér. Og á fleiri fjölmiðla líka. Það er ömurlegt að neikvæðar fréttir um þau og aðallega Meghan eru alltaf vinsælastar og selja betur. Og það er svo mikið af fréttum sem snúast bara um að hafa réttu fyrirsögnina til að fólk klikki á þær. Mikilvægt að spyrja hvort þetta eigi að vera svona, en finnst þetta ekki bara vera breskt vandamál. Er samt hrædd um að þau muni aldrei vinna, eins og Karl sagði "Darling boy, you can't take on the media".
- En skil samt að þau eru að reyna. Og fullt af fólki að kynnast sögu þeirra í fyrsta skipti núna. Þættirnir eru með þeim vinsælustu um allan heim, en því miður eru líka tölum um að margir hætt að horfa í þætti 2.
- Meghan rifjar upp matreiðslubókina sem hún hjálpaði til við að gefa út og ég man svo eftir hvað mér fannst þetta flott verkefni og hvað var gaman að sjá hvað hún var að koma með nýjar og frumlegar leiðir til að hjálpa fólki. Og það hvað hún kynntist konunum vel og heimsótti oft (án þess að það væri fjallað um það) sýnir líka að Meghan vill vel.
- Og úr einu í annað, þættirnir fjalla líka um það þegar Harry og Meghan og Vilhjálmur og Katrínu hættu að vera með sameiginlega skrifstofu og starfsfólk. Ég var held ég byrjuð með Instagram reikninginn minn þegar það var og man eftir að mér fannst vera kominn tími til. Bæði pörin voru svo vinsæl og mikið að gera hjá þeim að það virtist vera alltof mikið að gera hjá starfsfólkinu. Þau voru t.d. með sameiginlegt Instagram og það var algjört klúður þegar þau voru með heimsóknir af því það gátu ekki allir verið í sviðsljósinu á sama tíma. Síðan eru kenningar um að þetta tengist líka framkomu við starfsfólk. Harry og Meghan vilja samt meina að þetta hafi verið vegna einhverjar óánægju og afbrýðisemi.
- Ég er alls ekki hlutlaus þegar kemur að Vilhjálmi og Katrínu. Þau eru í uppáhaldi hjá mér og ég hef fylgst lengst með þeim og hitt þau. Á erfitt með að kaupa að þau séu svona leiðinleg og ljót við aðra. En reyni að sjá hlutina frá báðum hliðum og skil að þetta er upplifun Harry og Meghan og þeirra frásögn af því sem gerðist.
Þessi mynd er tekin í eldhúsinu í Frogmore Cottage. |
- Harry og Meghan finnst eflaust erfitt að fara aftur til Bretlands og mér finnst þættirnir útskýra af hverju þau voru svona stutt t.d. þegar Jubilee var í sumar. Þeim var víst boðið að mæta á tónleikana fyrir framan Buckinghamhöll en kusu að fara aftur til Bandaríkjanna.
- Þau sýna mikið frá því hvar þau áttu heima í Kensingtonhöll og að það hafi verið mjög lítið og enginn lúxus. Enda aldargamalt. Þar bjuggu þau í Nottingham Cottage, en Vilhjálmur og Katrín áttu einu sinni heima þar líka. Harry fluttu síðan þangað þegar þau fluttu inn í íbúð í höllinni. Hann flutti þangað frá Clarence House til að vera nær þeim.
- Þættirnir sýna minna frá Frogmore Cottage og tala lítið um breytingarnar sem þau gerðu þar, en kostnaðurinn við það var ein stærsta gagnrýnin sem þau fengu á sínum tíma, og þau voru staðráðin í að borga það tilbaka. Sem þau eru búin að gera í dag. Kom á óvart að þetta var ekki tekið fyrir. Breytingarnar voru margar nauðsynlegar til að hægt væri að búa í húsinu. Alveg eins og Vilhjálmur og Katrín þurftu að breyta Amner Hall og seinna Adelaide Cottage (þar sem þau búa í dag), og að breyta svona sögulegum breytingum er ansi kostnaðarsamt. Það voru margar rangar fréttir um þessar breytingar hjá Harry og Meghan á sínum tíma, t.d. að þau væru með baðkar úr gulli. Meira að segja BBC birti þá frétt og það er orðrómur að Harry og Meghan hafi komið þeirri sögu af stað til að athuga hvort og hver væri að leka sögum í fjölmiðla.
- Vá hvað það kom mér á óvart í þáttunum að Tyler Perry þekkti þau ekki neitt áður en hann hjálpaði þeim og þekkti ekki einu sinni mikið til þeirra. Og að Meghan hafi bara hringt í hann og beðið um hjálp sýnir hversu örvæntingarfull þau voru en samt svo random. Er með margar spurningar hvað var í gangi þarna. Og það er mjög skýrt að Tyler er meinilla við konungsfjölskylduna. En mjög fallegt hvað hann hefur gert mikið fyrir og hjálpað þeim.