Jubilee Fögnuður 2022

Valdaafmæli Elísabetar II verður mikið fagnað í Bretlandi næstu daga, enda á hún platínu afmæli og er búin að vera drottning í 70 ár. Hér fyrir neðan er dagskrá stærstu viðburðanna og ég mun reyna að setja inn linka um hvar verður hægt að fylgjast með. Athugið að allar tímasetningar eru samkvæmt íslenskum tíma. 

Þessi færsla er í vinnslu og mun bæta við hlekkjum og smáatriðum yfir helgina. 

Krýning Elísabetar 1952


Fimmtudagurinn 2. júní

kl. 9:00 - Trooping the Colour hefst.
Hægt að horfa í beinni hér:

Telegraph      The Sun     Sky News

kl. 9:45 - Konungsfjölskyldan leggur af stað frá Buckinghamhöll

kl. 11:20 - Elísabet heilsar hermönnunum frá Buckinghamhöll

kl. 12:00 - Starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar koma á svalir Buckinghamhallar og fylgjast með flughernum leika listir sínar.

kl. 20:25 - Konungsfjölskyldan mun fylgjast með tendrunarathöfn. Eldar verða tendraðir um allt Bretland og í öllum höfuðborgum landa Samveldisins. Elísabet mun tendra eld í Windsor og Vilhjálmur mun tendra eld við Buckinghamhöll.

Hægt að horfa hér     Hægt að horfa á Sky News (t.d. aðgengilegt í Sjónvarpi Símans)



Föstudagurinn 3. júní

kl. 10 - Konungsfjölskyldan mun byrja að koma í þakkargjörðarmessu í St. Paul's dómkirkjunni. (Harry og Meghan hafa verið staðfest fyrir þennan viðburð).

Hægt að horfa hér     Hægt að horfa á Sky News (t.d. aðgengilegt í Sjónvarpi Símans)

kl. 11:25 - Meðlimir konungsfjölskyldunnar muna mæta í boð á vegum borgarstjóra London


Laugardagurinn 4. júní

kl. 14:30 - Epsom Derby hefst

kl. 18:40 - Meðlimir konungsfjölskyldunnar mæta í Platinum Party á vegum BBC

Tónleikarnir verða sýndir á RÚV2.  
Streymi hér

kl. 19:00 - 21:30 - Tónleikar fyrir framan Buckinghamhöll. Queen mun spila, ásamt Adam Lambert, Alicia Keys, Duran Duran og Diana Ross. Karl og Vilhjálmur verða með sitthvort ávarpið.

Elísabet mun þennan dag senda sína fulltrúa til allra landa Stóra Bretlands:

Anna prinsessa og Timothy munu ferðast til Edinborgar
Vilhjálmur og Katrín heimsækja Cardiff í Wales
Edward og Sophie munu heimsækja Norður-Írland


Sunnudagurinn 5. júní

Götupartý og hátíðarhádegisverðir (Big Jubilee Lunch)

kl. 13:30-16:00 - Jubilee skrúðganga í miðborg London. Verður mjög stórt og tileinkað valdatíð Elísabetar. Skrúðgangan mun enda með söngflutningi frá Ed Sheeran.  

    Sky News er að sýna frá (aðgengilet t.d. í Sjónvarpi Símans) 

    Skrúðgangan verður sýnd hér