Earthshot verðlaunin 2021

 Sunnudaginn 17. október voru fyrsti Earthshot verðlaunin haldin í Alexandria höllinni í London. Earthshot er verkefni Vilhjálms prins sem tilkynnt var um fyrr á þessu ári, og snýst um að vekja athygli á verkefnum og aðilum sem eru að leysa umhverfisvandann. Vilhjálmur talaði um það í ræðu sinni á hátíðinni að núna sé kominn tími til að finna lausnir og einbeita okkur á því. Það er ekki lengur hægt að tala um hvort að umhverfisvandinn sé vandamál eða ekki. 

Vilhjálmur hefur undanfarna mánuði byrjað að huga mikið að umhverfismálum og látið fyrir sér fara í umræðunni. Earthshot verkefnið er stærsta góðgerðarverkefnið hans hingað til og er verðlaunahátíðin hápunkturinn. Fyrir nokkrum vikum voru allar tilnefningar kynntar og koma alls staðar að úr heiminum. Öll verkefnin voru vel kynnt í 5 þátta seríu sem síðan var sýnd á BBC og hjálpaði David Attenborough við framleiðsluna. En þeir Vilhjálmur hafa starfað saman að verkefninu. 



Verðlaunahátíðin var síðan haldi með promp og prakt. Og var hægt að horfa á hana í beinni um allan heim í gegnum Facebooksíðu Discovery. Það var líka ekki neinn skortur á stjörnum sem tóku þátt. Kynnar kvöldsins voru Clara Amfo og Dermot O'Leary, Clara er fræg útvarpskona í Bretlandi og Dermot er sjónvarpsgerðarmaður. Þau sem kynntu verðlaunahafa voru; Emma Thompson, Emma Watson, David Oyelowo, Mohamad Salah og hertogaynjan af Cambridge. Var þetta í fyrsta skipti í rúm 3 ár sem við t.d. sjáum Emma Watson opinberlega. 


Coldplay, Ed Sheeran, KSI, Yemi Alade og Shawn Mendes sáu síðan um tónlistaratriði kvöldsins. Passað var mikið upp á að hátíðin sjálf væri umhverfisvæn og voru það t.d. hjólreiðamenn sem bjuggu til rafmagnið fyrir tónlistaratriðin. Allur matur á hátíðinni var grænkeramatur og passað var að ekkert plast var notað til að búa til sviðið. Engir gestir flugu sérstaklega til London fyrir viðburðinn, allir voru þar fyrir. Shawn Mendes var ekki á svæðinu, en flutti sitt atriði beint frá New York í gegnum streymi. Sama var gert fyrir þá vinningshafa sem ekki voru í Bretlandi, þeir voru sýndi í beinu streymi. 


Veitt voru verðlaun í 5 flokkum; verndun náttúrunnar, bætt loftgæði, verndun hafsins, minnkun úrgangs og leiðrétting loftslagsins (e. Protect and restore nature, Clean our air, Revive our oceans, Build a waste free world, fix our climate). Hver vinningshafi fær 1 milljón breskra punda til að halda áfram með sitt verkefni. Allir sem eru tilnefndir fá kynningu á verkefninu og tækifæri til að kynnast fjárfestum í gegnum Eartshotsamtökin. 

Verðlaunin eiga núna að vera á hverju ári næstu 10 árin og sama fyrirkomulag á hverjum verðlaunum, nema borgir skiptast á að vera gestgjafar. Í hvert skipti munu 5 verkefni vinna verðlaunin og því mun Eartshot finna um 50 lausnir á umhverfisvandanum árið 2030. Er þetta byggt á markmiðum Sameinuðu þjóðanna um mannkynið hafi 10 ár til að gera eitthvað í umhverfismálum áður en það verður of seint.