Konungsfólkið vinnur að heiman

Margir eru núna í þeim sporum að vinna heima hjá sér, og er kóngafólk heimsins engin undantekning. Eitt af stærstu hlutverkum konungsfjölskyldna í heiminum er að vera fyrirmyndir fyrir þegna sína, og er það sérstaklega mikilvægt þegar það er neyðarástand.

Undanfarna daga hafa meðlimir hina ýmsu konungsfjölskyldna í heiminum verið dugleg að sýna á samfélagsmiðlum hvernig þau vinna að heiman. Sýna myndir þetta fólk sitja fundi annaðhvort í síma eða með fjarfundabúnaði. Minna er núna um konunglegar heimsóknir vegna samkomubanna og mikilvægi þess að halda sig frá öðru fólki og þurfa því konungsfjölskyldurnar að birta öðruvísi myndir af sér við vinnu.


Elísabet Bretadrottning sýndi hvernig hún heldur við þeirri hefð að halda vikulegan fund með forsætisráðherra sínum þrátt fyrir hertar samkomureglur. Elísabet er um þessar mundir í sjálfskipaðari sóttkví í Windsor kastala með eiginmanni sínum, Filippusi. Þessi mynd sýndi líka að Elísabet er við góða heilsu, en margir hafa verið óttaslegnir um hana eftir að Karl sonur hennar var greindur með kórónaveiruna. Myndin er einnig söguleg, þar sem þetta er fyrsta myndin sem er gerð opinber af vikulegum fundi drottningarinnar og forsætisráðherra, en það er yfirleitt mikil leynd yfir þessum fundum.

Vilhjálmur og Katrín birtu mynd af sér í símanum eins og Elísabet og notuðu tækifærið til að minna fólk á að huga að andlegu heilsunni á þessu erfiðu tímum. Katrín og Vilhálmur sleppa ekki formlegheitum þó þau séu að vinna heima og má sjá að Katrín er í fallegri dragt, en dragtin er úr Marks & Spencer og kostar um 28 þúsund krónur samanlagt.

Skemtilegt er að taka eftir því að meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar notast við síma, og síma með snúru í þokkabót meðan konungsfólk á norðurlöndunum virðast vera komin aðeins lengra í tækniþróuninni þegar kemur að fundarsetu.


Instagram-aðgangur sænsku konungsfjölskyldunnr birti mynd þar sem má sjá Viktoríu krónprinsessu vinna með borðið yfirfullt af pappírum. Einnig er mynd af henni og eiginmanni hennar, Daníel prins, sitja fjarfund. Viktoría kýs svipaðan stíl og Katrín, hertogaynjan af Cambridge fyrir myndatökuna. En það má nú samt nefna að Viktoría sést mun oftar í drögtum en Katrín.



Carl-Gustaf konungur Svíþjóðar og Silvia drottning sjást hér einnig sitja saman fjarfund rétt eins og Viktoría og Daníel.


Hákon krónprins Noregs hefur verið duglegur að setja inn myndir af sér á fjarfundum inn á Instagram-aðgang norsku konungsfjölskyldunnar. Má jafnvel sjá myndband inn á aðgangnum af því þegar Hákon prófar tæknina. Einnig er hægt að sjá að Hákon notar Apple tækni við sína vinnu og virðist nokkuð vel settur tæknilega.


Instagram aðgangur dönsku konungsfjölskyldunnr birti mynd af Friðrik krónprins sitja fjarfund í gegnum FaceTime, en Friðrik notast einnig við Apple tæki eins og Hákon frændi sinn. Danska konungsfjölskyldan hefur verið dugleg að halda sambandi við þegna sína, en Margrét danadrottning ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsetningu og Friðrik og Mary og börn sendu inn kveðju í sjónvarpsþátt DR1 um helgina sem var gerður til að sýna samstöðu Dana á þessum tímum.

Carl-Philip, prins Svíþjóðar og Sofia kona hans eru með sinn eigin Instagram-aðgang og birtu myndir af sér vinna heima. En þau eru klædd á frekar afslappaðan hátt en virðast hafa nóg að gera. Myndin af Sofiu hefur vakið athygli fyrir að vera einstaklega falleg og sýna gott vinnuskipulag.