Harry og Meghan lausnin

Núna hefur Elísabet drottning gefið það út að Harry og Meghan munu missa konunglegu tignina og hætta að vinna sem prins og prinsessa. Samkvæmt tilkynningunni munu þessar breytingar eiga sér stað núna í vor en málið verði endurskoðað árið 2021. Af hverju það verður endurskoðað þá er góð spurning.

Helsta sem breytist:
- Konunglega tignin fer af titlunum þeirra. Í raun breytir þetta litlu fyrir okkur hér á Íslandi þegar talað er um þau, þar sem þau halda áfram að vera THE Duke and Duchess of Susssex.
- Þau munu halda áfram að vera velunnarar þeirra góðgerðarsamtaka sem þau eru nú þegar velunnarar. Nema Harry mun gefa upp allt sem tengist hernum. 
- Harry mun þó áfram vera hluti af Invictus leikunum.
- Þau vilja endurgreiða ríkinu féð sem notað var í að breyta Frogmore Cottage í heimili handa þeim, svo að þau geti ennþá haft það sem þeirra heimili í Bretlandi. Frogmore mun núna vera rekið af þeim sjálfum. 
- Þó þau hætti að fá peninga frá skattgreiðendum, þá munu þau ennþá fá pening frá Karli. 
- Höllin mun ekki stjórna hvaða verkefni þau munu taka að sér en tilkynningin segir að það sé þeirra vilji að vinna allt í anda hennar hátignar. 

Ósvarað:
- Hvort að þau muni fá að nota Sussex Royal áfram, þar sem þau eru ekki jafn "royal" lengur. Það mun víst koma fram seinna.
- Einnig er ekki komið á hreint hvernig eða hvar þau munu borga skatt af framtíðartekjum, en núna er það í raun bara þeirra einkamál. 

Í raun hafa Harry og Meghan fengið allt sem þau báðu um. Það var í raun aldrei möguleiki á að þau myndu geta sinnt konunglegum skyldum í hlutastarfi og þetta því eðlilega lausn. Tilkynningin tekur fram að þau muni eiga gott samband við konungsfjölskylduna og munu áfram taka þátt í fjölskylduviðburðum eins og Trooping the Colour. 

Afskaplega er samt gott að þetta er allt komið á hreint og hægt er að fara að vinna að þessum breytingum. Hvort að pressan sé samt eitthvað að fara að tala meira um Harry og Meghan er ekki líklegt á næstunni, sérstaklega þar sem dómsmál þeirra gegn ákveðnum fjölmiðlum er ennþá í gangi. Með árunum er þó von á að þessi áreitni muni líklega minnka. 

Ég átti von á að þau myndu missa greininn á titlunum sínum, en svo er víst ekki. Titlakerfið í Bretlandi er stundum mjög flókið og furða að einhver sé með það á hreinu. Finnst mjög flott hjá þeim að bjóðast til að endurgreiða breytingarnar á Frogmore en þá er ekkert hægt að gagnrýna þau fyrir að búa þar áfram. Finnst það sýna hvað þau eru einlæg. Mest af öllu er að þau getu núna verið sátt og byrjað að lifa lífu sem þau eru ánægð með.