Er ekki kominn tími til að fara aðeins yfir það helsta sem er búið að vera að koma fram síðustu daga:
- Harry á að hafa nefnt þessa ákvörðun víst við einhverja meðlimi konungsfjölskyldunnar yfir hátíðirnar en ekki fengið góð viðbrögð. Fréttir tala um bæði drottninguna og Karl, en Karl á að hafa hótað að stoppa allt fjármagn til þeirra ef þau segðu alfarið af sér. Sem jú myndi vera eðlilegt ef að þau segðu sig úr konungsfjölskyldunni.
- Þó svo að Harry og Meghan segjast vilja verða meira fjáhagslega sjálfstæði þá er það eitthvað flóknara hvernig þau ætla að sinna konunglegum skyldum og taka að sé önnur verkefni sem þau græða á. Hvað ef þau taka að sér verkefni sem konungsfjölskyldan er ekki sátt við? Eða verkefni sem er mjög umdeilt og þau hætta að vera hlutlaus? Allt spurningar sem er mikilvægt að hafa í huga.
- Hertogahjónin ætla sér að eiga áfram Frogmore Cottage og nota það sem heimili þegar þau eru í Bretlandi, en sú eign er í eigu konungsfjölskyldunnar og rekið af konungsfjölskyldunni. Spurningin er þá einmitt hvernig ætla þau sér að vera fjárhagslega sjálfstæð þegar húsið er ekki rekið af þeim.
- Öryggismálin eru líka eitthvað til að hugsa um. Hver á að borga brúsann þegar þau eru í opinberum heimsóknum? Ætla þau þá að vera með eigið öryggislið?
- Mest allt fjármagn Harry og Meghan í dag kemur frá Karli Bretaprins. Ásamt því að vera prinsinn af Wales þá er Karl einnig hertoginn af Cornwall (þaðan kemur titill Kamillu). Þeim titli fylgir hertogadæmi, það þýðir landeignir og er hertogadæmið af Cornwall í heildina 534 ferkílómetrar.
- Árið 2018 er talið að hertogarnir af Cambridge og Sussex, og fjölskyldur þeirra fengu samanlagt um 4,9m punda frá hertogadæminu. Það gerir um 790 milljónir íslenskra króna. Þessi peningur fer t.d. í að kaupa allan klæðnað á bæði hertogahjónin.
- Samningaviðræður eru núna í gangi, en búið er að setja af stað teymi sem á að búa til þessar breytingar. Það er mikilvægt að nefna að allar þær upplýsingar sem við höfum um þessar breytingar í dag koma bara frá Harry og Meghna, og er í raun bara hægt að tala um að þetta séu óskir þeirra um hvernig þessar breytingar verða. Ekkert af þessu er búið að samþykkja.
- Tímasetningin hefur verið mikið rætt, og er núna að koma fram að The Sun hafi verið með upplýsingar um málið og hafi tilkynnt Sussex-hjónunum að þau myndu birta fréttirnar, en gáfu þeim 10 daga fyrirvara. Það er spurning um hvernig The Sun hafi komist að þessu og vilja einhverjir meina að það sé einhver hjá Buckinghamhöll sem hafi lekið upplýsingunum.
Mér finnst þetta allt frekar ruglingslegt enda allt ennþá að koma í ljós. Ég hef á tilfinningunni að Harry hafi um langt skeið viljað hætta að vera hluti af stofnunni sem er konungsfjölskyldan, en hann hefur samt áhuga og vilja til að sinna góðgerðarstörfum. Meghan og Archie hafa núna loksins gefið honum gilda ástæðu og styrk til að taka skrefið. En það að gera þetta svona á bakvið fjölskylduna er svo rangt eitthvað. Er hrædd um að þetta muni taka langan tíma fyrir fjölskylduna að ná sér eftir þetta drama.
Það er erfitt að segja til um hvort þetta sé góð eða slæm ákvörðun. En ég myndi segja að þetta sé rétta ákvörðunin fyrir Harry og Meghan, þeim hefur lengi liðið illa í núverandi hltuverki og þrá breytingu. Hinsvergar er þetta mjög slæmt fyrir stofnunina sem konungsfjölskyldan er. Þarna eru þau að missa tvo vinsæla meðlimi konungsfjölskyldunnar, en byrjað var að mynda stórt og mikið hlutverk fyrir þau innan konungsfjölskyldunnar. Þau áttu að vera rödd unga fólksins. Núna leggst meiri vinna á herðar þeirra sem eftir verða, og þá aðallega Vilhjálm og Katrínu.
- Harry á að hafa nefnt þessa ákvörðun víst við einhverja meðlimi konungsfjölskyldunnar yfir hátíðirnar en ekki fengið góð viðbrögð. Fréttir tala um bæði drottninguna og Karl, en Karl á að hafa hótað að stoppa allt fjármagn til þeirra ef þau segðu alfarið af sér. Sem jú myndi vera eðlilegt ef að þau segðu sig úr konungsfjölskyldunni.
- Þó svo að Harry og Meghan segjast vilja verða meira fjáhagslega sjálfstæði þá er það eitthvað flóknara hvernig þau ætla að sinna konunglegum skyldum og taka að sé önnur verkefni sem þau græða á. Hvað ef þau taka að sér verkefni sem konungsfjölskyldan er ekki sátt við? Eða verkefni sem er mjög umdeilt og þau hætta að vera hlutlaus? Allt spurningar sem er mikilvægt að hafa í huga.
- Hertogahjónin ætla sér að eiga áfram Frogmore Cottage og nota það sem heimili þegar þau eru í Bretlandi, en sú eign er í eigu konungsfjölskyldunnar og rekið af konungsfjölskyldunni. Spurningin er þá einmitt hvernig ætla þau sér að vera fjárhagslega sjálfstæð þegar húsið er ekki rekið af þeim.
- Öryggismálin eru líka eitthvað til að hugsa um. Hver á að borga brúsann þegar þau eru í opinberum heimsóknum? Ætla þau þá að vera með eigið öryggislið?
- Mest allt fjármagn Harry og Meghan í dag kemur frá Karli Bretaprins. Ásamt því að vera prinsinn af Wales þá er Karl einnig hertoginn af Cornwall (þaðan kemur titill Kamillu). Þeim titli fylgir hertogadæmi, það þýðir landeignir og er hertogadæmið af Cornwall í heildina 534 ferkílómetrar.
- Árið 2018 er talið að hertogarnir af Cambridge og Sussex, og fjölskyldur þeirra fengu samanlagt um 4,9m punda frá hertogadæminu. Það gerir um 790 milljónir íslenskra króna. Þessi peningur fer t.d. í að kaupa allan klæðnað á bæði hertogahjónin.
- Samningaviðræður eru núna í gangi, en búið er að setja af stað teymi sem á að búa til þessar breytingar. Það er mikilvægt að nefna að allar þær upplýsingar sem við höfum um þessar breytingar í dag koma bara frá Harry og Meghna, og er í raun bara hægt að tala um að þetta séu óskir þeirra um hvernig þessar breytingar verða. Ekkert af þessu er búið að samþykkja.
- Tímasetningin hefur verið mikið rætt, og er núna að koma fram að The Sun hafi verið með upplýsingar um málið og hafi tilkynnt Sussex-hjónunum að þau myndu birta fréttirnar, en gáfu þeim 10 daga fyrirvara. Það er spurning um hvernig The Sun hafi komist að þessu og vilja einhverjir meina að það sé einhver hjá Buckinghamhöll sem hafi lekið upplýsingunum.
Mér finnst þetta allt frekar ruglingslegt enda allt ennþá að koma í ljós. Ég hef á tilfinningunni að Harry hafi um langt skeið viljað hætta að vera hluti af stofnunni sem er konungsfjölskyldan, en hann hefur samt áhuga og vilja til að sinna góðgerðarstörfum. Meghan og Archie hafa núna loksins gefið honum gilda ástæðu og styrk til að taka skrefið. En það að gera þetta svona á bakvið fjölskylduna er svo rangt eitthvað. Er hrædd um að þetta muni taka langan tíma fyrir fjölskylduna að ná sér eftir þetta drama.
Það er erfitt að segja til um hvort þetta sé góð eða slæm ákvörðun. En ég myndi segja að þetta sé rétta ákvörðunin fyrir Harry og Meghan, þeim hefur lengi liðið illa í núverandi hltuverki og þrá breytingu. Hinsvergar er þetta mjög slæmt fyrir stofnunina sem konungsfjölskyldan er. Þarna eru þau að missa tvo vinsæla meðlimi konungsfjölskyldunnar, en byrjað var að mynda stórt og mikið hlutverk fyrir þau innan konungsfjölskyldunnar. Þau áttu að vera rödd unga fólksins. Núna leggst meiri vinna á herðar þeirra sem eftir verða, og þá aðallega Vilhjálm og Katrínu.