Það er alltaf gaman að pæla í því hvað muni gerast á nýju ári. Því langar mig að deila með ykkur hvað ég tel að muni gerast í bresku konungsfjölskyldunni á þessu ári!
Harry og Meghan
Harry og Meghan
- Það mun koma tilkynning seint á árinu um að Meghan sé ólétt.
- Harry og Meghan munu fara í opinbera ferð til Kanada til að þakka fyrir hvað þau höfðu það gott í fríinu. Munu líka tala um hvað þau eru þakklát að þau fengu að vera þar í friði.
- Þau töluðu um í nýárskveðjunni þeirra að þau hlakka til að hitta fleiri vini út um allan heim, býst við að þau muni fara í fleiri opinberar ferðir. Í Afríku eða Asíu.
- Meghan og Harry munu halda áfram að eiga erfitt samband við fjölmiðla og mun dómurinn í dómsmálinu þeirra verða mikið ræddur og gagnrýndur.
- Við munum fá nýja mynd af Archie á afmælinu hans.
Cambridge-fjölskyldan
- Vilhjálmur og Katrín munu fara í opinbera ferð í sumar og taka krakkana með.
- Katrín mun koma með nokkuð stóra tilkynningu sem tengist Early Years, verður örugglega eitthvað fræðiefni um hvað er gott og skemmtilegt að gera úti og mun hvetja foreldra til útiveru með börnunum sínum. Kannski líka tilkynning um samstarf við skóla í Bretlandi.
- Georg mun koma með í einhverskonar opinbera heimsókn í góðgerðarsamtök. Eftir myndina um jólin þá sé ég fram á að það muni halda áfram að venja hann við konungleg störf.
- Katrín mun fara ein í opinbera ferð erlendis. Vilhjálmur gerir það vanalega á hverju ári svo sé fram á að hann muni gera það sama á þessu ári.
- Katrín og Vilhjálmur munu taka þátt í einhverju sem mun sjást í sjónvarpi.
Almennt
- Einhver mun fara í opinbera ferð til Ástralíu í ljósi þess sem er að gerast þar þessa daganna. Elísabet er drottning Ástralíu og það kæmi ekki á óvart að einhvern konunglegur verði sendur til að styrkja sambandið og vekja athygli á málinu. Samt örugglega ekki fyrr en seinnipart ársins. Get jafnvel séð fyrir mér að Vilhjálmur og Harry muni fara saman (læt mig dreyma).
- Beatrice mun gifta sig árinu. Andrew mun ganga með henni niður altarið, dettur samt í hug að það verði seinna á árinu frekar en fyrr. Þegar trúlofunin var tilkynnt áttu margir von á vorbrúðakaupi eða sumarbrúðkaupi. Sé fram á að því verði eitthvað frestað til haustins. Ágúst. Hvort það verði sýnt í sjónvarpi er góð spurning, en held það mundi verða þar sem þetta er seinasta konunglega brúðakaupið í langan tíma.
- Eugenie mun ekki tilkynna um að hún sé ólétt á þessu ári.
- Karl mun taka við fleiri skyldum af móður sinni á opinberan hátt. Elísabet mun minnka töluvert við sig á árinu og sjást minna.
- Einhver með titil mun falla frá á árinu og við munum sjá konunglega útför.
Stærsta vonin
- Bíð og bíð eftir að fá mynd af Archie og Cambridege krökkunum saman!